mánudagur, desember 18, 2006

Jamm jamm



Jamm, eins og sjá má á teljara hér til, æji þið vitið hvar, má sjá að í dag eru sléttir 40.dagar í að úrvalslið skíðadeildar mun halda til Austurríska/Ungverskakeisaradæmisins. Sem er magnað
40 er svolítið ógnar tala. Það vill svo skemmtilega til að mörg okkar, innan þessa hóps, eru komnin á fertugsaldurinn og hinir nálgast hann óðum. Sama var þegar það rigndi eitt sinn í 40 daga og Nói og Síríus björguðu dýrunum frá drukknum. Móses, þó ekki Maggi Móses, var í 40 daga í eyðimörkinni eða var það 40 ár. Skiptir ekki öllu enda innan skekkjumarka. Síðan að lokum þá steig Jésús Kr. Jósepsson, sem er kallur Sússi meðal vina sinna, til himna eftir 40 daga. Þetta er því ofurtala.
Það er því vel við hæfi að birta eins og eina mynd frá Austurríska/Ungverskakeisaradæminu. Það er svo aldrei að vita nema þetta verði daglegt en þó með nokkrum undantekningum, Jafnvel þó nokkrum. En sjáum til hvernig gengur. Þetta er sú fyrsta og vonandi ekki sú síðasta

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!