laugardagur, júlí 29, 2006
Ammili
Jæja, gott fólk, við erum hér stödd í þrítugsammili Vignis og það er allt á suðupunkti. Matnum var í upphafi skipt í tómatlausan annars vegar og ógeðslegan hins vegar, og hefur ekki frést af neinum sem orðið hefur meint af. Gjafir hafa verið ýmsar, fótbolti, klámspóla, Chevrolet Corvette, smjör og þar fram eftir götunum. Músík hefir einnig verið af ýmsum toga, við mismikinn fögnuð. Veðrið hefir verið til fyrirmyndar. Ekki hefir enn orðið vart við ofurölvun, en það ætti að fara að detta inn þá og þegar. Það er engin röð við salernið. Og skulum vér þar láta gott heita, og óska Vigni til hamingju með að vera orðinn alveg óskaplega gamall.
Góðar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!