fimmtudagur, júlí 27, 2006

Helgi komandi

Góðir hálsar!

Rétt eins og flestir landsmenn ættu að vita þá ætlar VJfagna 3.áratugum á komandi laugardag.
Að þessu sinni ætlar hann að breyta út af vananum og fagna því í höfuðstað þessa skers en ekki í Þjórsárdal líkt og mörg hin fyrri ár.
Þetta þýðir að ekki verður farið í helgarferð en það má vel fara í stutta ferð. Fara á flöskudaginn og koma svo aftur í bæinn á laugardag. Hæfilega snemma fyrir ammælisundirbúning.
Annaðhvort má fara og taka þjóðveginn beint á eitthvað tjaldstæði t.d. Þjórsárdal, svona til að halda í hefðina þessa helgina. Eða bara eitthvað allt annað. Allar hugmyndir um hvar má tjalda eru vel þegnar.
Hins vegar er spurning með að finna eitthvað smá jeppó. Ammælisbarnið hafði minnst á að hægt væri að fara Svínaskarð. Þá væri hægt að enda á Þingvöllum(vera alveg að drepast úr frumlegheitum), nú eða bara allt annars staðar. Svo er má alveg örugglega fara annað en samt betra að það sé ekkert alltof langt frá borg óttans né of langt. Allar hugmyndir eru vel þegnar. Ekki nennir maður né meikar að vera heila helgi í bænum svona yfir hásumarið. Að vera slíta þetta svona í sundur með ammælum. Hvað um það. Orðið er laust í þar til gerðu athugasemdakerfi. Ekki vera feimin

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!