miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Á Þjóðhátíð ég fer...

Víst er fagur Vestmannaeyjabær... söng skáldið eitt sinn, þó ekki Jarlaskáldið, og þangað skal halda á komandi Þjóðhátíð. Án efa rétt eins og meirihluti þjóðarinnar hefur sjálfsagt gert sér grein fyrir og það fyrir löngu síðan.

Líkt og nokkur hin fyrri ár mun undanfararhópur fara á undan hinum. Undanfararnir að þessu sinni eru auk þess sem þetta ritar þ.e. Stebbi Twist eða bara litli Stebbalingurinn, Jarlaskáldið og Kaffi. Munu kappar þessir fara á fimmtudaginn til eyjunnar fögru í suðri.

Komandi fimmtudag 03.gústa n.k mun sagnaritarinn stimpla sig út úr vinnunni og skunda úr skýlinu og yfir í flugstöð. Mun samt örugglega fá einhvern úr hlaðdeildinni til að skulta sér eða bara fá línuna til að redda sér. Kemur allt í ljós. Bara að fylgjast með.
Þegar í flugstöðina verður komið mun allur undanfararhópurinn koma saman. Áætluð brottför er kl:16:45. Fararskjótinn mun víst vera Dornier 328 frá City Star (Landsflugi), bara spurning hvort það verði þessi eða þessi. Kannski að við endum bara á einni svona??? En fyrir þá sem vilja vita meira um þessar vélar þá er það hér. Um 20 mín síðar lendum við á Heimaey og förum beinustu leið í sérvöruverzlun ríkzins er úr tollinum er komið.
Hinir koma svo 23.klst síðar í gleðina miklu. En það eru víst þeir VJ og Svenson

Síðan er stefnan að koma heim á mánudeginum og vonandi að við komumst í loftið á áætluðum tíma eða 15:15 og um 30 mín síðar verðum við í flugstöðinni í Reykjavík að bíða eftir dótinu okkar. Á bakaleiðinni mun víst farið vera Dornier 228 og hér eru nördaupplýsingar um hana.

Nóg í bili og brúðubílinn bíður

kv
Undanfararnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!