miðvikudagur, júlí 05, 2006

Að vera maður eða mús



Vonandi eru allir búnir að jafna sig eftir síðustu helgi, því ekki má slá slöku við, það þarf að nýta þetta örstutta íslenska sumar og ekkert múður. Út úr bænum skal halda, og þá er bara spurningin, hvert?
Sú hugmynd hefur komið upp að blanda saman sumarstemmningu við vetraríþróttir. Þá koma tveir staðir helst til greina, Snæfó og Kelló, hvort tveggja góðir kostir. Er það tillaga þess er hér ritar að sækja heim fyrrnefnda staðinn, enda langt síðan síðast, auk þess sem veðurguðirnir benda til þess að þar verði bongóið hvað mest um helgina. En þar sem þetta er ekki einræði (þó það myndi vissulega leysa mörg vandamál og vera að flestu leyti betra) er mál að áhugasamir tjái sig um hugmynd þessa, annaðhvort greiði henni atkvæði sitt eða komi með aðrar hugmyndir sem þeim þykir gáfulegri. Orðið er laust.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!