Rétt eins og flestir vita þá er víst einhver Jésúdagur núna n.k. fimmtudag. Helsti kostur við dag þennan, sem kenndur er við uppstigningu eða uppstillingu eins og spévargarnir hafa haft á orði, er að þá er frí. Þetta þíðir víst að vinnuvikan er brotin upp með frídag svona í lok vikunnar með sínum tveimur flöskudaögum og illu heilli líka tveimur mánudögum.
Þar sem þarna er frídagur þá telur ferðanemd og jeppadeild því kjörið tækifæri að bregða undir sig betri fætinum og skella sér í utanbæjarför á miðvikudagskveldið og koma aftur heim á fimmtudeginum. Heyrst hefur að undirbúningsnemd eftirlitsdeildar finnist þetta góðir dagar til undirbúnings- og eftirlitsstarfa.
Hvað um það. Ef fólk hefur e-ð til málanna að leggja þá er því óhætt að tjá sig í þar til gerðu athugasemdakerfi hér fyrir neðan.
Kv
Ferðanemd (hugsanlega Jeppadeildin og undirbúningsnemd eftirlitsdeildar)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!