sunnudagur, maí 14, 2006

Helgin sem var

Undirritaður ásamt VJ og Jarlaskáldinu fórum í léttan bíltúr um helgina um uppsveitir Borgarfjarðar. Fínasti túr í bongó veðri.
Lagt var í´ann eftir hádegi á laugardaginn, svona þegar menn voru tilbúnir, og ekið var sem leið lá í gegnum öll hringtorgin í Moso og upp á ÞingvallavegþEftir að beygt var af og komið inn á veg þar sem við enduðum í Hvalfirðinum. Eftir það lá leið okkar m.a yfir Draghálsinn og enduðum við í Húsafelli. Þar var slegið upp tjöldum og grillað.

Á sunnudeginum var nú ekki minni bóngó. Við fórum í nettan bíltúr um sveitavegi Borgarfjarðarsýslu og enduðum í Norðurárdalnum eftir smá strumpaleið þar sem var strumpast og sötrað stumpagos. Enduðum svo í sundi í Borgarnesi og með pylsu í Hyrnunni.

Skáldið er búið að setja inn myndir úr ferðinni á myndasíðuna sína. Þær er hægt að skoða hér.

Að lokum er rétt að minna á ferðafélagsauglýsingu svæðisstjóra hér fyrir neðan.

Kv
Ferðanemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!