Sælt veri fólkið!
Nú er heldur betur farið að halla niður í móti og maður er farinn að sjá fyrir endanum á þessari stuttu, en samt nógu langri, vinnuviku.
Slíkt þýðir bara eitt, það er kominn ferðahugur í litla Stebbalinginn og sjálfsagt fleiri V.Í.N-liða. Nú er komið sumar og ekki nokkur ástæða til að eyða helgi í borg óttans.
Þá er bara stóra smurningin um hvert á að fara og svo hverjir hafa hug á að fara eitthvað. Eða ætlar kannski fólk að hanga heima með öræfaótta?
Látið nú ljós ykkar skína og endilega komið með hugmyndir um áfangastaði hér í athugasemdakefinu hér fyrir neðan.
Kv
Ferðanemd
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!