fimmtudagur, október 27, 2005

Hveravellir

Hér fyrir neðan kemur enn ein langlokan og er fólk varað við því að hvorki duga kaffitímar né frímín fyrir þennan lestur. Áframhaldið er á ábyrgð lesandans

Eins og fram kom hér fyrr var blásið til ferðar um s.l. helgi. Tilefni ferðar þessar var að samgleðast Skáldinu í ammælisferð. Líkt og marg oft áður voru nokk margir með öræfaótta þessa helgi. Reyndar var sjálft ammælisbarnið lélegt við að boða fólk með í sína eigin ammælisferð. Ekki var það hlutverk sagnaritaranns að boða lið með í ferð sem Skáldið átti frumkvæðið af.
Þrátt fyrir að ferð þessi hafi verið hugmynd Skáldsins þá kom lítið annað frá því en dagsetningin. Staðarákvörðun kom annars staðar frá og svo gerði Litli Stebbalingurinn sér lítið fyrir og bókaði gistingu eina nótt fyrir allt að 6.persónur. Það má alltaf vera bjartsýn.

Laugardagurinn rann upp, svo sannarlega var hann bjartur og fagur. Eftir morgunbæ, messu og Mullersæfingar var Willy hlaðinn. Eftir að því lauk var stefnan sett á æsluslóðirnar í Seljahverfinu, með viðkomu á eldsneytissmásölustað. Á æskuslóðunum, þar sem hafsjór minninga minna flæddi yfir mann, var Jarlaskáldið pikkað upp. Áður en æskuslóðirniar voru yfirgefnar var komið við hjá kaupmanni Sívertsen þar sem nýlenduvörur voru verzlaðar ásamt landbúnaðarafurðum á grillið.
Næst lá leiðin á Lélegt í Fylkishverfinu þar sem hitta átti ferðafélaga okkar. Ekki voru þeir margir að þessu sinni, aðeins nýliðar ársins. Þarna voru ferðalangar helgarinnar samankomnir ásamt farartækjum:

Stebbi Twist og Jarlaskáldið á Willy

Haffi og Edda á Lata-Krúser.

Heldur fámennt en vissulega, og óhætt að fullyrða, góðmennt.
Ákveðið var að fara Mosfellsheiðina og yfir Gjábakkaveg. Veður var gott og fjallasýn með miklum ágætum. Þingvellir tóku á móti okkur með öllum sínum haustlitum. Eftir að hafa ekið í gegnum þjóðgarðinn og tekið vinstri beygju (sem mér leiðist ætíð jafn mikið) og yfir á Gjábakkaveg var stanzað. Veðrið var of gott til þess að njóta þess ekki. Eins og áður sagði var veður með frábærum, vind hreyfði varla og útsýni var með ágætum. Eftir að hafa átt þarna stafrænastund var för oss haldið áfram. Fram var haldið í áttina að öræfum en áður þanngað var komið var stanzað við söluskálann á Geysi. Það er ekki gott að fara svangur á fjöll og gildir það jafnt um menn og bíla. E-ð lystarleysi var í Lata-Krúser og ekki vildi hann mikinn grút að drekka. Það sama verður ekki sagt um Willy, hann hafði alveg hina beztu lyst og fékk sitt. Við bræðurnir gæddum okkur á kjétafgöngum í brauði, strumpagosi og sætindum. Höfðum við gaman að því að afgreiðslustúlkan skyldi smyrja okkar að því hvort við værum leiðsögumenn. Nei! Svöruðum við, og tjáðum eymingja stúlkukindinni að við værum hafsögumenn. Strunzuðum svo hinir fúlustu í burtu. Sármóðgaðir við svona smurningu. Hvað sem því líður þá smökkuðust kjétafgangarnir alveg prýðilega, og það er fyrir mestu.
Eftir að fólk og farartæki orðin mett voru var ákveðið að túrhestast aðeins. Skundað var í fylkingu upp á hverasvæði. Ekki vildi Gamli Geysir gjósa yfir okkur. Þrátt fyrir heiðarlega tilraun okkar með að henda Frigg handsápu, sem nappað var á herrasnyrtingu einni, ofan í Geysi þá virðist vera sem sá Gamli hafi verið á túr og þverneitaði hann að skjóta eins og einu skoti fyrir okkur. Þá var ekkert annað að gera í stöðunni nema aka á brott með spariskeifuna á vörum. Við tók aðeins meiri þjóðvegaakstur og farið var þessi venjulega leið innúr. Hvað um það.
Fljótlega eftir að hafa ekið yfir Sandá, á brú, var stanzað með það að markmiði að frelsa fangað loft úr belgmiklum hjólbörðum sjálfrennireiðinna. En um leið var veðurblíðunnar notið og augnablikið fangað niður á stafræntform myndavéla. Eftir að úrhleypingum var lokið og ekið var sem leið lá áfram. Mikið var og er Kjalvegur ónýtur og sér í lagi að afleggjaranum að Skálpanesi. Hvað sem því líður þá sýndum við bræðurnir miklar gáfur og urðum okkur úti um grjót spölkorn frá Beinatjéllingunni á Bláfellshálsi. Var þetta gert í ljósi þess að búið er að hreinsa svæðið í kringum Tjéllinguna. Af gömlum og góðum sið var bætt grjóti ofan á stígvélin og um leið ákveðið að ákveða við Hvítárbrúna hvort kíkja átti í Hvítárnes. Við Hvítárbrú var ákveðið að kíkja aðeins í Hvítárnesskála, enda höfðum við góðan tíma. En ætíð var Kjalvegur jafnleiðinlegur að aka á.
Það var aðeins kíkt á skála Furðufélagsins við Hvítárnes og þá aðallega í draugaleit. Engan fundum við drauginn þar svo engin ástæða var til að staldra þar við lengur. En það var fallegt. Viltu kaupa það?
Áfram var ekið og lá leiðin næst í Tjéllingafjöll. Eins og fram hefur komið vorum við á góðum tíma og ekki var snjórinn að tefja fyrir okkur. Mikið frekar það hvað vegurinn var holóttur. Hvað um það. Tvisvar var svo stanzað á leiðinni í Kelló og myndvélar dregnar upp ásamt leikjum.
Ekki var mikið líf í Tjéllingafjöllum og eftir að hafa svipast aðeins þar um var bara ákveðið að halda til baka sömu leið og komið var. Ekki virtist gamli skálinn vera í betra standi en þegar síðast var komið þar við. Virðist alveg jafn sigin og áður. Það var svo komið við hjá Gíslaskála við Svartárbotna. Ekki virðist sem sauðlauksskógurinn hafi blómstrað mikið frá því við gróðursettum sauðlaukana þar forðum. En alltaf má nú reyna.
Skálinn reynist vera læstur, kom svo sem ekki á óvart, en nýji hlutinn virðist hinn glæsilegasti séð inn í gegnum rúðugluggana. Kamarinn var alveg samur við sig þó svo fallprufarnir með virt herratímarit hafi ekki verið gerðar að þessu sinni. Þarna var maður aðeins farinn að finna fyrir hungruðum heimi en niðurstaðan var sú að bruna norður á Hveravelli og snæða þar. Á leið okkar uppeftir mættum við Galanttík eini og í honum voru víst einhverjar rjúpnaskyttur. Já, gaman því fólki skyldi detta í hug að fara þetta á fólksbíl. Sem betur fer er fólk misgáfað.
Ekki löngu seina mættum við jeppa, þeim eina þann daginn, og þar sem við búum öll eða a.m.k. flest á Garðarshólma þá þekkti maður kauða á þeim jeppanum. Var gert stutt spjall þar sem aðallega var hneyklast á snjóleysinu. Rétt aðeins eftir þetta ágætu samræður komum við yfir í Húnavatnssýslu. Það þótti okkur ekki góð skipti en óhjákvæmanleg ætluðum við að enda í lauginni á Hveravöllum. Við renndum svo í hlað á Hveravöllum réttum síðdegiskaffimál og að gömlum vana lá leiðin beint að veðurstöðinni. Þar var okkur tjáð, af mönnum í opinberum erindagjörðum, að skálavörðurinn væri ei lengur með aðstöðu þarna heldur væri hann niður í nýja húsinu. Við ókum því til baka og niður á plan hjá klósetunum. Þar komust við að því að rjúpnaskyttur voru í gamla skálanaum og allt liti út fyrir að við yrðum öll fjögur í þeim nýrri. Þarna var líka kona ein sem sagði farir sínar ekki sléttar. Hafði orðið á vegi hennar afvelta kind, sem Fjalla-Eyvindur hafði komið fyrir. Stóra málið er samt hvort þetta hafi verið kindin Einar. Hvað um það.
Næst á dagskrá hjá sársvöngum ferðalöngum var að snæða. Gekk sú athöfn alveg hreint með afbrigðum vel. Nú þegar allir voru orðnir mettir var kominn tími á heilsubótargöngu sem líka átti að nýttast sem rannsóknarleiðangur um svæðið. Fyrst var gamli skálinn kannaður. Því næst var kíkt á pottinn og leit hann bara nokkuð vel út við fyrstu sýn. En af fáfræði okkar létum við blekkjast því það sást til botns. Kíkt var á Öskurhver og hann ljósmyndaður í vísindalegum tilgangi. Næst röltum við að kofa einum sem henta mynda frábærlega fyrir Þorrablót V.Í.N. Önnur kenning varð líka til en sú var að landnámsmenn og fólk fyrr á öldum var mikið minna. Svona á stærð við okkur bræður. Eftir miklar og djúpar pælingar var áfram haldið á slóðum fortíðar og stefnan tekin á Eyvindarhelli. Þar sem menn eitt sinn flúðu réttvísina og suðu sér væna flís af feitum sauð. Þegar inní hellinn var komið var ekki lengur hægt að efast: Fólk var mikið minna í gamla daga og skítkalt, sér í lagi voru landnámsmennirnir litlir. Jafnvel minni en lítil Stebbalingur. Þarna var kominn tími að sleppa hendinni af fortíðinni og horfast í augu við nútímann. Kominn var tími að koma sér í skála opna bauk af bjór og skála þar fyrir ammælisbarninu. En kom upptakarinn sér að góðum nótum. Takk fyrir mig Tiltektar-Toggi og Frú Toggi.
Áður en kom að grill tíma styttum við okkur aldur með að glugga í kennslubækur í samfélagsfræði og haft gaman af. Svo kom að grillstund og af fenginni reynslu treystum við ekki Skáldinu fyrir sauðlaukunum. En hvað sem því líður þá er grillmatur góður. Þegar að ljúfri matarstund var lokið þótti mál að grípa í spil. Var niðurstaðan eftir það að Edda svindlar í spilum. Er því fólki ráðið frá því að spila við hana nema um annað svikakvendi sé að ræða sem beitir öðrum eins bellibrögðum.
Þegar eitthvað var liðið kveldið þótti vera kominn tími á bað. Þrátt fyrir að potturinn hafi ekki verið eins grinilegur þegar í var komið eins og hann var fyrr um daginn þá ljúfur var hann. Ekki verður það sama sagt um sprettinn á milli. Já kalt var það en gaman. Allt fór nú siðsamlega fram í pottinum þrátt fyrir fíflagang og drykkju á göróttum drykkjum úr neytindaumbúðum. Ekki hafði hlýnað mikið ef upp úr var komið en maður kom bara frostþurrkaður til baka. Skáldið kom svo til baka og var með gesti með sér. Sátu þeir frameftir nóttu við drykkju með okkur og svona eins og lög gera ráð fyrir var aðeins örlítið bullað í mannskapnum. Gaman að því. Seinna yfirgáfu þessir kappar okkur og ætluðu í pottinn þar sem þeir vildu endilega að við kæmum með. En ekki nenntum við því svo glatt. Rétt eftir kom svo einn þeirra á sprellanum, ekki svo fögur sjón, til að athuga hvort við værum ekki að koma ofan í. Sá fékk víst 5000ísl.kr fyrir þennan sprett. Vitleysingur að láta borga sér fyrir þetta. Hef heyrt sögur að menn hafi gert slíkt eingöngu ánægunnar vegna. Ekki það að undirritaður þekki slíka menn. Einhverju seinna voru allir komnir í koju og stuttu síðar í heimsókn til Óla Lokbrá.

Sunnudagurinn rann og ekki var hans eins bjartur og fagur líkt og var með laugardaginn. Fólk má skilja það eins og það kýs. Eftir morgunmat, messu og Mullersæfingar var farið að huga að tiltekt. Það hafðist allt saman þrátt fyrir að enginn væri Tiltektar-Toggi á staðnum. Það verður að hrósa fulltrúa hreingerningardeildarinnar fyrir vasklega framgöngu. Eitthvað sem aðrir innan hreingerningardeildarinnar mætti taka sér til fyrirmyndar. En klapp, klapp á bakið á Eddu! Farið var í dósaferð að pottinum en þá virtist hann aftur vera orðinn nokkuð freistandi svona eftir að mesta drullan var botnfallinn.
Eftir tiltekt og uppgjör var kominn tími að dóla sér til byggða. Nokkur spenningur var í mannskapinum eða a.m.k. í okkur bræðrum því ákveðið var að stanza á KFC á leiðinni heim.
Ekki hafði Kjalvegur skánað á heimleiðinni né var minna ryk. Brunnað var samt suður á boginn og ekki gerður stanz fyrr komið var yfir Hvítárbrú. Þar var neglt niður að kíkja aðeins í Skálpanes og sjá hvernig jökulinn væri þar. Jafnvel að heilsa þar upp á mágkonu Eddu í leiðinni. Vegurinn frá Kjalvegi og að Skálpanes er aðeins eitt að segja: Jesús, minn eini. Það er greinilegt að Patrol er ekki vegvænn bíll. Enda fer hann hægt yfir. Þegar við komum að skálanum við Skálpanes var lítið líf ef undan er skilið tvær rjúpnaskyttur. Þar sem önnur þeirra var smekkmaður á bíla og dáðist sá að Willy í þann mund er jeepinn fékk orkudrykk góðan að drekka. Takk fyrir það.
Rétt í það mund er við vorum að leggja í´ann, og ætluðum að kíkja niður aðeins að jökulsporði, birtist Haddý. Það var heilsað uppá hana og drukkið kaffi. Haddý fékk svo far með nýjustu vinum okkar niður á Geysi svo minna var úr jöklarannsóknum en ætlað var. En að virtist ekki vera mikill snjór á jökli.
Það var svo bara sami lélagi vegurinn sem beið okkar en öll lifðu við nú þetta af. Við Sandá var komið á bundið slitlag þar sem Haffi brá sér utan í kant til endurfanga loft í gúmmímiklahjólbarða sjálfrennireiðar sinnar. Við bræður hins vegar heldum för áfram niður á Geysi til að fanga tapaðan loftþrysting í gúmmíhringina. Það má eiginlega fullyrða að restin var steingeldur þjóðvegaakstur.
Ekki sveik KFC, frekar en fyrri daginn, eftir að allir voru búnir að snæða og orðnir mettir var ferðinni slúttað, fólk kvadd og þakkað fyrir sig. Þannig endaði fín ferð í frábæru veðri.
Þakka samferðafólki mínu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!