föstudagur, október 21, 2005

Gestur nr:

Rétt eins og glöggir og ofur gáfaðir lesendur þessar stórbrotnu síðu þá hefur verið farið hér í skemmtilegan leik öðru hverju. Við erum hér að sjálfsögðu að tala um verðlaunagest á 5000 heimsókna fresti. Nú senn styttist í nr:45000, þá kunna margir að hugsa sér gott til glóðarinnar og láta sig dreyma um ótal fjölda glæsilegra vinninga að heildar verðmæti allt að 300.ísl.kr. Eins og sjá má á teljara neðast á þeirri hlið síðunar sem ég vill síður nefna.
Nú ætlar nemdin að valda lesendum sínum smá vonbrigðum. Að þessu sinni á ekki að efna til leikja. En örvæntið eigi. Það verður auðvitað blásið til leikjalúðra þegar heimsókn nr:50000 nálgast. Þá verða glæsilegri verðlaun enn nokkru sinni og verður það erfitt. Það er samt aldrei að vita nema auka verðlaun verði veitt fyrir þann heppna sem nær heimsókn nr:45000 og það gæti marg borgað sig að gefa sig fram þegar sá aðili nær tölunni 45000.

Góðar stundir
Skemmtinemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!