fimmtudagur, júlí 31, 2003

Jú góðan og margblessaðan daginn.
Nú þegar þetta er skrifað eru um það bil 13 klukkustundir þar til fyrstu menn úr úrvalssveit VÍN eða chateauneuf du pape (sem er einmitt nafn á héraði sem framleiðir úrvalsvín sem fæst í ÁTVR) halda til eyjarinnar fögru í suðri eða Vestmannaey og munu þeir taka púlsinn á hátíð þeirra eyjaskeggja sem kennd er við þjóð.
Akkúrat núna (kl: 22:40 þ.e.a.s.) er þjálfi, sem er einmitt undirritaður, með sveitina góðu, í stífum æfingabúðum á heimavelli VÍN-verja til margra ára þ.e. Heiðarási 21 hjá þeim myndarhjónum Jóni og Hólmfríði. Í æfingabúðum felst upphitun í sumbli, agastjórnun (menn þurfa að geta sýnt þann aga og þor að setja ofan í sig bjór og brennivín á ögurstundu...ögurstund þýðir höfuðverkur,almenn þynnka og ælutilfinning) en fyrst og síðast "ræsing" á skemmtun og almennu sukki. Menn eru í óvenju góðu formi þetta sumarið, enda ekki við öðru að búast eftir alla þá knattleiki við Bakkus sem VÍN hefur staðið í. Skal þess getið í hjáhlaupi, að lítið hefur verið um töp í því áfengissparki og þar að auki ekki eitt einasta jafntefli og eru menn bara nokkuð stoltir af. Auk þess að setja ofan í sig blautt brauð eru menn að spá í textum hinnar goðsagnakenndu ruggsveitar Sálarinnar hans Jóns míns sem mun standa fyrir skankaskaki nú um helgina (við þurfum nú að geta tekið undir!!!!). Menn eru komnir með það á hreint að þeir Sálarmenn eru að leita í textum sínum að ást sem aldrei finnst og fyrringuna þeirri sem plagar alheim (Nóra fannst það í það minnsta og hann bara á fyrsta bjór!!!).

Látum þetta nægja í bili af ævintýrum chateauneuf du pape.
Þú lesandi góður sem ekki fer til útlanda þessa helgina líkt og við, þú vonandi hefur það gott og gaman um helgina en einu get ég lofað þér. Þú munt ekki skemmta þér jafnvel og við............jafnvel þó þú reynir!!!!!

Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!