fimmtudagur, júlí 24, 2003

Um komandi helgi stefnir VÍN á að leggja dal undir fót, öllu heldur Þjórsárdal. Stefnt er að leggja af stað úr bænum árla (eins árla og VÍN þolir) laugardagsmorguns (eða hugsanlega á föstudagskvöldi ef veður leyfir) og stefnan tekin á golfvöll. Þar er ætlunin að Golfklúbburinn VIN(d)högg sveifli kylfum nokkrum sinnum. Verður fyrir valinu völlur sem ætti að reynast auðveldur byrjendum (Úthlíð eða Laugarvatn) þannig að allir þeir sem hafa hug á að prófa golf ættu endilega að kíkja. Verður hart barist um vindhaggartitilinn.
Síðdegis á að kíkja á dalinn góða og fyrir þá sem ekki vita gistir VÍN á efra tjaldsvæðinu en keyrt er að því til móts við afleggjarann að Hjálparfossi. Hefðbundin aðalfundarstörf verða svo stunduð á laugardagskvöldinu og hafa sögur heyrst að menn ætli að taka verulega á því til að gíra sig upp fyrir Verslunarmannahelgina. Á sunnudaginn verður hefðbundin afmælisstemming með þynnku, pylsu í Árnesi og sundi í Hjálparfossi (ef veður leyfir).
ÞÚ MÆTIR!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!