föstudagur, ágúst 01, 2003
Eins og allir vita verður VÍN með úrvalssveit sína á Þjóðhátíðinni þessa helgina. Nú þegar er þjálfi kominn út með 2 gríslinga með sér. Munu það vera Stebbarnir sem eru að gera úttekt á landsins gæðum. Nýjustu fregnir herma að þeir seu orðnir drukknir (ekki telst það nú til tíðinda) og að popptíví hafi tekið þá tali (gæti orðið fróðlegt að sjá hvernig það kemur út). Ekki liggja fyrir upplýsingar fyrir um afdrif Arnórs en heimildir telja þó að hann sé ennþá á lífi. Næsta mál á dagskrá hjá undanfarahópnum er að koma upp tjaldbúðum sem samanstendur af tveimur tjöldum hjá Jóa Listó. Síðari hluti úrvalssveitar (vinnandi menn) fara í loftið kl. 16 í dag en fregnir herma að helmingur hennar sé þegar farin að vinna í því að ná svipuðu rakastigi og undanfarasveitin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!