Eins og alþjóð veit þá hyggur úrvalslið V.Í.N. á landvinninga um næstuhelgi. Það er ekkert annað heldur en Þjóðhátíð. Þangað ætlum við að fara með flugi. Undanfarhópurinn sem fer 11:30 fer með Dornier og hér koma tilgangslausar nörda upplýsingar af verstu sort.
Vélin sem við fórum með til Eyja er Dornier 228-212. 19.sæta snilldarvél með tvo Garrett/AlliedSignal TPE331-5-252D, 776SHP hvor um sig með 4ra.blaða Harzel skrúfu. Hámarkshraði er 433.km.klst(231kt), farflugshraði 333km.klst. Klifurhraði 1870ft/min. Flugdrægni með 19.farþega 2445km. Hámarkshæð 8534m. Þurrvigt 3742kg hámarksflugtaksþyngd er 6400kg. Vænghaf 16,97m, flatarmál vængja 32,0m2 og lengd er 16,56m
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!