mánudagur, júlí 28, 2003

Nú um þar síðastu helgi brá Jeppadeild V.Í.N. undir sér betri fætinum og fór í jeppaferð. Ferðinni var heitið hringinn í kringum Langjökull eða Grafarvogur-Þingvellir-Lyngdalsheiði-Geysir-Kjölur-Stórisandur-Arnarvatnsheiði-Kaldidalur-Grafarvogur. Ekki var fjölmennt í þessa ferð en góðmennt samt. Hópurinn samstóð af Undirrituðum þ.e. Stebba Twist og Jarlaskáldinu í Willy annarsvegar og Magga Brabra og Snorra Kviðmág í Hi-Lux hinsvegar.

Lagt var af stað úr Grafarvoginum um 20:30. Fyrsta stopp var við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum þar sem við spjölluðum aðeins við Runólf á nýja Barbíinum sínum, sæmilegasti bíll það. Á Þingvöllum hafði risið fellihýsaþorp og greinilegt að þarna voru Íslendimgar í útilegu með skuldahalann. Næsta stopp var á Geysi þar sem við notuðum tækifærið og tönkuðum, fengum okkur svo pylsu í eftirrétt þó svo að sumir hafi snætt Ítalaskan þjóðarrétt sem er pizza. Þarna á Geysi var einhver vinkona Snorra, sem mætti alveg vera vinkona fleiri V.Í.N.-liða. Nóg um það. Þar sem ekki var til neitt pulsubrauð þá létum við þessa vinkonu hans Snorra sækja frosið brauð yfir á hótelið. Mikið fjandi var pylsan góð. Fátt markvert gerðist á Kili nema hvað veðrið var fjandi gott. Eftir að hafa hleypt úr dekkjunum var ekkert til fyrirstöðu að bruna á Hveravelli. Eitt gerðist þó á leið okkar á slóðir Fjalla-Eyfa er það að kastaragrindin hjá Brabrasyninum brotnaði og urðum við að kippa henni af með amerískum verkfærum. Þegar á Hveravelli var komið var slíka blíðan að því fá ekki orð lýst. Við drífum í því að reisa okkar tjöld sem voru alls fjögur þ.e tjald á mann, það dugar ekkert minna. Eftir að fyrsti bjórinn hjá bílstjórunum var opnaður og tjöldin kominn upp var farið í pottinn. Ekkert varð af umferð í Íslandsmeistaramóti V.Í.N. í lellahlaupi, tómt kæruleysi það. Nóg um það. Potturinn var góður og var bjórinn sem þar var drukkinn síðri. Um kl:02:30 fóru með í koju, nýbaðaðir og sælir.

Menn vöknuðu svo á laugardagsmorguninn rétt fyrir kl:09:00 og þá var kominn grillandi hiti í öllum tjöldum og ekki manni bjóðandi að liggja þar pungsveittur. Eftir mat, morgunbænir og Mullersæfingar voru Hveravellir kvaddir um tíu leytið með stefnuna á Húsafell. Ferðin gekk vel í fyrstu og ekki leið á löngu uns við komum að afleggjaranum. Þá fór nú heldur betur að hægja á okkur. Slóði þessi samanstóð af stórgrytti og þess á milli á heilum björgum. Það þótti að spretta úr spori þegar við náðum 10-15 km.klst og þá sungum við ,,Kljúlfum loftið eins og Concorde þota´´. Eftir 2,5 klst komum við að vegamótum og þá hugsum við ,,þetta hlýtur að skána núna´´, nei þetta bara versnaði. Þegar við náðum loks á sjálfa Arnarvatnsheiðina þá var það mál manna að nú væri það versta yfirstaðið. Ekki reyndist spá okkar vera rétt. Þegar við komust svo loks á eitthvað sem kallast gat vegur var heldur betur sprett úr spori og haft gaman af. Svo loks eftir 8.klst komum við í Húsafell vel rykugir og glaðir enda nú loks hægt að taka til við bjórdrykkju. Að fara 100.km á 8.klst verður að teljast sæmilegt. Þeir sem vilja lesa um hvað á daga okkar dreif í Húsafelli skulu lesa hvað Skáldið hafði að segja um það.

Sunnudagurinn rann upp og var hann misbjartur hjá mönnum. Fyrri partur fór aðallega í afslöppum og hneykslun á því að við skyldum ekki fá að sjá formuluna í sjoppunni. Kaldidalurinn og Uxahryggirnir voru svo farnir heim þar sem rallað var enda þurftu við að vinna upp tapað tíma frá laugardeginum. Stopuðum í pulsu á Þingvöllum og enduðum svo ferðina í Jöklafoldinni. Þar með var lokið góðri jeppaferð sem hafði allt sem sumarjeppaferð þarf að hafa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!