fimmtudagur, júlí 03, 2003

Jú góðan daginn góðir gestir, aðdáendur okkar (sem er allnokkrir) til sjávar og sveita, nær og fjær, í þátíð, nútíð og framtíð.
Þá er komið að því að hin árlega fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verði farin. Þetta mun vera í 83.skipti sem nú verður farið og er stemningin að gera útaf við fólk sem endranær. Ekkert er til sparað frekar en í hin 82. skiptin. Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar hefur enda ekki slegið slöku við, við plott og plögg fyrir helgina góðu. Mætti segja að svitinn hafi bogað af mönnum og meyjum eins og af sveittum svínum í forleik(nema hvað svín svitna ekki en það er önnur saga) við skemmtiatriðamall og sukkogsvínarístilbúning.
Enda hafa verið farnar 2 prufutúrar til Mekka bara í þeim tilgangi að kanna hvort ekki sé allt í sínum stað. Og svo mun jú vissulega vera. Bekkurinn á sínum stað, ógnargrjótið sömuleiðis, stæði fyrir bálköst er reddí þar að auki sem búið er að deyða nokkra kvisti sem hægt er að nota til bálsins auk þess er búið að fallprófa kamarinn. Geta prófunarmenn vart beðið eftir að tilla sér á stykkið og halda sér í, þegar brauð helgarinn leitar útgöngu og þá verður nú kátt í höllinni....eða kamrinum!!!!
Nú eins og Jarlinn af Jöklafoldi orðaði það, er brottför uppúr 18:00 (sem þýðir víst fyrir þann sem þetta skrifar, miðað við fyrri reynslu, að stefna á það að koma sér úr bænum strax í fyrramálið!!!!). Næsti viðkomustaður ku vera Hvolsvöllur nánar tiltekið Hlíðarendi(þó ekki Pizzustaðurinn sem hluti VÍN-elítunar prófaði um daginn og þurfti að bíða í 40 mín eftir appetæser og 1klst og 15 mín eftir aðalrétt....en útrunnið appelsínið bragðaðist ágætlega!!!) hvar pylsa mun vera matreidd í skrílinn og étin ásamt inntöku kolsýrðra drykkja af ýmsum stærðum og gerðum. Þar mun vera áð í dulítinn tíma og vonandi kemur ómenningarliðið úr Háskólanum (þú manst, fólkið sem fær ekki að koma í Þórsmörk vegna drykkjuláta og skemmdarverka.....það eru fyllibytturnar sem koma óorði á brennivínið!!!) á Hlíðarenda svo við getum sýnt því hvernig alvöru fólk skemmtir sér....ákveðinn aðili hefur meira að segja heitið því að kaupa stóru bjórflöskuna sem við höfum mænt á í liðlega 2 ár og þá verður gaman. Nú næst eftir að búið er að svekkja Háskólapakkið er næst stansað að Stóru-Mörk hvar fólki er troðið í fjórhjóladrifna fákana en þeir tvíhjóladrifnu skildir eftir. Næst er það bara Blautbolagil....tjaldað og mannskapurinn leggst í helgarbrennivínsmareneríngu og hananú.
Nú í mareneringunni er gott að hafa eitthvað að gera þar sem mönnum og meyjum gæti orðið kalt á því að liggja í bleyti auk þess legusár geta gert vart við sig. Meðal skemmtiatriða sem Sjálfkjörin miðstjórn undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrstuhelgarjúlíárshátíðarþórsmerkurferðar ásamt fleirum góðum mönnum hefur skipulagt eru eftirfarandi:
-Sófasund í Krossá
-Fleyting vindsængur niður Krossá
-Spilun Hakkísakkí (er þetta ekki rétt skrifað hjá mér Nóri??)
-Blautbolakeppni (hin árlega og sínvinsæla)
-Varðeldur
-Gítarspil og söngur
-Slagsmál við ógnargrjót
-Sukk og svínarí af stærri sortinni
-Skrifaðir grín-og glensdiskar með gæðamúsík 2stk
-Golfmótið Neglir sem sem golfklúbburinn VÍN(d)högg mun standa fyrir
o.fl.o.fl.ofl.

Látum leikana hefjast

Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!