þriðjudagur, júlí 08, 2003
Við Neville systur viljum bara þakka fyrir alveg hreint snilldar helgi. Frí á mánudegi eftir alla þessa drykkju var ansi hreint ljúft. Sofið fram yfir hádegi og slakað á. Til allrar lukku kom Phillip ótjónuð heim úr þessari ferð en líkaminn á Gary er soldið blár. Á einhvern ótrúlegan hátt sluppu tærnar samt við skemmdir. Það er sjálfsagt jarðtengingin sem hefur reddað því. Lambið bíður nú spennt eftir að fara í Styrmir 202 kúrsinn. Enda ekki við öðru að búast eftir að hafa dúxað í Styrmir 102. Enn og aftur takk kærlega fyrir góða skemmtun. Það er óhætt að segja að við drukkum okkur í drasl...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!