Sælt verið fólkið.
Ég var að klára að ganga frá ruslinu eftir Öræfatúr okkar liðsmanna VÍN og áttaði mig þá að
einn tvist (þó ekki Stefán Twist enda er hann með W en ekki V, alveg eins og uppáhaldið hans!!!) vantaði.
Ég lánaði draslið mitt út og suður þarna um helgina og það kæmi mér ekki á óvart að hann hefði reynt að
flýja eiganda sinn eftir marga ára misnotkun og ég hef ekki hugmynd um hverjum ég lánaði þennann.
Það má vera að hann sé einhvers staðar á kafi í draslinu hér heima (sem verður að teljast alllíklegt miða við
vörubílsfarmana af dóti sem ég á) en ef þið rekist á appelsínugulan og bláan tvist með
nafninu Kong á þá þætti mér vænt um það að þið mynduð henda honum í hausinn á mér við fyrsta tækifæri (þó ekki
mjög fast....ég gæti fengi kúlu!!!)
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!