miðvikudagur, júní 11, 2003

Bara að minna fólk á að staðfesta eða affesta sig með Fimmvörðuhálsgönguna 20-22.júní n.k. Þess má til gamans geta að þetta verður um leið lokaferð undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar fyrir helgina miklu. Þarna verður athugað hvort gönguleiðin sé fær fyrir þá sem eru svo vitlausir að labba þegar helgin verður haldin hátíðleg 04-06.júlí og svo að sjálfsögðu verða vegagerðamál inn í Þórsmörk könnuð og það ítarlega með nokkrum ferðum þarna á milli. Meira um það síðar. Nú er bara að staðfesta svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstaðarnir.

Góðar stundir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!