Sælt veri fólkið. Nú er heldur betur farið að styttast í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls, sem þíðir að það þarf að fara að greiða fyrir tjaldstæðin. Hafði samband við Útivist í dag og þetta þarf að greiða sem fyrst eins og þeir orðuðu það. Stefnan er að fara í hádeginu á miðvikudaginn og gera upp. Verð er 600.ísl.kr pr. nótt og eru þetta tvær nætur samtals 1200ísl.kr. Gjaldinu þarf að koma til undirritaðs sem fyrst eða staðfesta svo mögulegt sé að leggja út fyrir viðkomandi ef svo ber undir. Þeir sem vilja fá upplýsingar um reikingsnr. sendi mér SMS og munu fá tilheyrandi tölur.
Að öðru í sambandi við þessa sömu ferð. Eins og flestir vita þá er ætlunin að senda undanfarahóp á fimmtudagskvöldið í Bása með tjöld og aðrar birgðir. Það er stefnan að leggja af stað fljótlega eftir vinnu á fimmtudaginn svona c.a. 18:27. Þeir sem ætla að senda dót inneftir eru vinsamlega beðnir vera búnir koma sínum föngum til þeirra sem ætla bílast inneftir fyrir þann tíma, annars eiga menn hættu á því að þurfa að druslast með draslið yfir hálsinn eða bíða fram á laugardag með þá sitt dót.
Undirbúningsnemd eftirlitsdeidar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!