Ferðasaga.
Við VÍN - félagarnir kíktum norður á Vestfirði núna um helgina. Nánari staðsetning er Krossanes. Alveg frábær staður með snilldar sundlaug alveg við sjóinn...... myndir koma vonandi inn við tækifæri. Á staðnum var grillað, farið í sund og skoðað nánasta nágrenni. Það kemur kannski einhver með ítarlegri ferðasögu.
Næsta helgi
Um næstu helgi er stefnan sett í Skaftafell. Á dagskránni þar er að ganga á Hvannadalshnjúk og hafa 10 manns sem tengjast VÍN og eru í VÍN sett stefnuna þangað. Þannig spennandi helgi framundan...... fylgist spennt með.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!