fimmtudagur, júní 12, 2003

Eins og Stefán minntist hér á í síðasta pistli styttist óðum í Jónsmessugöngu á Fimmvörðuháls. Nokkur undirbúningur liggur að baki ferðar af þessu tagi þar sem fara þarf með tjöld og annan viðlegubúnað inn í Þórsmörk daginn áður en lagt er af stað í göngu frá Skógum auk þess sem ein fjórhjólaknúin sjálfrennireið þarf að bíða í Mörkinni frá fimmtudagskveldi fram á laugardagsmorgun (ein og yfirgefin). Því þarf að liggja fyrir með nokkrum fyrirvara hversu margir stefna að því að taka þátt í göngunni. Haldin verður undirbúningsfundur í kvöld kl. 21.30 að H-ási 21 þar sem farið verður yfir helstu atriði ferðarinnar fjölda þátttakenda og þess háttar. Mikilvægt er að þeir sem stefna á að taka þátt í þessu frábæra ævintýri láti vita hið allra fyrsta svo hægt sé að gera ráð fyrir viðkomandi í undirbúningsaðgerðum. Öllum er frjáls mæting á fundinn en jafnframt má láta vita af þátttöku í göngunni með því að senda SMS (sjá SMS tengla vinstra megin á síðunni) á Vigni, Blöndahlinn, Stefán eða Magnús A.
Lifið heil:)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!