Jamm og jæja!!!!
Þá er komið að því. Hin árlega Fimmvörðuhálsganga VÍN (eða Fimman eins og sumir vilja að nefna hana) verður þrömmuð nú um næstu helgi.
Við í VÍN erum aldeilis "nýmóðins" nú sem endranær, því við gefum drit og kúk í hið ágæta labb-og bakpokafélag Útivist og ætlum að gera þetta
uppá eigin spýtur (3"X 5" og 2"X 5" og 6" naglar eru afar góðar spýtur í þessa för) en tökum við ekki þátt í stærstu "tölthalarófu" norðan Alpafjalla (skv. nýjustu skráningu Guinnes...þó ekki bjórsins)sem er farinn á þeirra vegum ár hvert um Jónsmessuhelgi. Þessu fylgja ákveðnar afleiðingar en hvað gerir maður ekki til að vera töff og flottur og öðru vísi eða eitthvað!!
Fólk verður borga fyrirfram tjaldstæði sem þetta árið eru á gjafverðinu 600 íslenskra krónur fyrir hvora nótt, sem sagt 1200 krónur per stukk personen. Það vandamál
er nú fyrir bý þar sem við erum þegar búin að henda inn seðlum til Útivistar. Hins vegar er annar hlutur það er með undanfarahópinn sem fer á morgun. Dót og drasli verður
að koma til okkar, Þ.E. BLÖNDAHLINN, BRABRA OG TWISTUR (ef einhverjir fleiri bætast við þá fáið þið að vita það fljótalega) á morgun, helst fyrir hádegi en í síðasta lagi fyrir 18:00 og þá meina ég í SÍÐASTA LAGI. Við sem höfum svo mikinn áhuga á Gunnari og félögum úr Fljótshlíðinni og þurfum áhugans vegna, að fara 2-3 sömu helgi á Njáluslóðir nennum ekki, líkt og í fyrra, að vera mæta í menninguna um miðjar nætur á aðfaranótt föstudags vitandi vits að næsta dag bíður sólarhringsúthald í þrammi. Var ekkert mjög hressandi í fyrra og ég býst ekki við að það verði neitt öðru vísi í ár ef maður sefur ekki dúr!!!! Þeir sem ekki verða mættir með dótið á þessu tíma verða þá bara að hugsa um sjálfan sig!!!
Eitt enn. Þar sem bensín og olía eru ekki frí fyrirbæri, þó við gjarna vildum, þá mun það örugglega enda svo að rukkað verði fyrir þennan undanfaratúr en ekki fara að rífa hár ykkar og tæta því ekki verður nú gjaldtakan stór. Upphæð verður send með smáskilaboðum Landsímans og OgVodafone fljótlega og helgast þessi seinkun af því, að gengi krónunar (alla vega skv. olíufélögunum) er mjög rokkandi og heimsmarkaðsverð enn verra og þýðir víst lítið að vera rukka yður of mikið eða of lítið, verður að vera þessi gullni meðalvegur sem jú er torfundinn!!
Annað var það ekki. Drullaðu þér að pakka ekki seinna en strax!!!!
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!