Fyrstu Hvannadalshnjúksfarar eru komnir í bæinn frá Skaftafelli. Skemmst er að segja að enginn þeirra 9 VÍN-verja sem stefndu á tindinn á laugardagsmorgunn komust þangað vegna veðurs. Megin þorri hópsins (og sá sem lengst fór) sneri við við brún sléttunnar í um 1800-1900m. hæð vegna veðurs en þegar þangað var komið var hávaðarok, úrkoma (ýmist rigning, slydda eða él) og þoka. Þar sem varla sást handa skil sökum þoku og margir blautir og hraknir var sú ákvörðun tekin að þramma til byggða á ný. Þrátt fyrir veðurofsann á Öræfajökli var einmuna veðurblíða í Skaftafelli þegar þangað var komið. Nánari ferðalýsing er væntanleg á bloggsíðu Nóra.
Lifið heil!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!