sunnudagur, apríl 20, 2003

Laugardaginn 19.apríl lagði jeppadeild V.Í.N. land undir fót. Var ferð þessi páskaferð jeppadeildar þar sem við slógumst í ferð með pabba hans Togga og einhverjum einum í viðbót. Þarna voru í fór Stebbi Twist, Stóri Stúfur og hr.Potter á Willy´s á 38´´, Toggi og pabbi hans á Datsun Patrol á 38´´ og einhver, líklega sonur hans og hundur á Togaýta Barbí á 38´´. Var ætlunin að stefna á Eyjafjallajökull og fara upp með Skógaheiði og Fimmvörðuhálsi. Lagt var af stað úr bænum um 10:00 á laugardagsmorgninum sem verður að teljast góður tími miðað við árangur þriggja leiðangursmanna kvöldið áður. Eftir að hafa tankað og hlamað í sig pulsu á Hvolsvelli var loks komið á Skóga. Farið var upp með Skógaheiðinni og ekki leið á löngu þar til að við komum í þoku og það svarta þoku. Þarna uppi fór að bera á öræfaótta í Willy´s sem lýst sér með gangtruflunum, derringi og almennum leiðindum. Í c.a 600m.y.s. fór að bera á fyrstu sköflunum og voru þeir ekkert tiltökumál þrátt fyrir smá mökstur og allt varð nú betra er maður hleypti meira úr. Nema hvað að þessar gangtruflnarnir urðu bara verri svo að í 700m var tekin sú politíska áhvörðun að snúa við og hætta ekki á meira. Þeir hinir þ.e. Toggi og pabbi hans og þessir á Barbí heldu áfram. Ferð okkar gekk vel niður og ekkert bólaði á gangtruflunum og fúski. Var það mál manna að Willy hefði ekkert verið sáttur við að vera fyrir aftan þessa grútarbrennara og fá alla lýsisbræluna yfir sig. Með þessu hefði hann verið að mótmæla. Eftir því sem neðar dró fór maður aðeins að ralla og fengu bensínbirgðarnar að finna til tevatnsins á ferð okkar niður. Við komum svo niður og þurftum að gera okkur ferð aftur upp. Þegar var svo niður komið fengu við okkur aðeins að éta og sumir notuðu tækifærið til að taka þynnku#######. Þarna við Skógafoss var ákveðið að fara í undirbúningsferð inn í Þórsmörk. Á leið okkar inn í Þórsmörk varð til hin sjálfskipaða skemmtinemd undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar. Ferð okkar inn í Þórsmörk gekk vel þrátt fyrir að vegurinn sé svolítið holóttur enda brotaði pústið í Willy´s við því er bara eitt að gera og það er hið gamla góða húsráð að hækka í útvarpinu. Lítið var í Lóninu, Steinholtsá og Hvanná sem rendar rann í þröngum farveg og var straumur í henni. Við byrjuðum á að fara í Bása og athuga hvernig aðstæður væru núna fyrir gönguna yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina. Tjaldstæðið okkar leit bara nokkuð vel út. Þarf að vísu að færa til eitt stykki bekk sem er þarna að þvælast fyrir. Nú er bara að vona að starfsmenn Útivistar sjái sóma sinn í því og verði búnir að færa þennan aukabekk þegar við mættum á svæðið 20.júní n.k. Annars líta Básar bara vel út þarna er farið að grænka og gróður að taka við sér. Básar bíða spenntir eftir V.Í.N. um Jónsmessuhelgina og munu taka vel á móti okkur. Næst lá leið okkar í Langadal þar gerðum við nú engan stans heldur fórum bara yfir Krossá við Langadal. Ekki var mikið í Krossá að okkur fannst svo líka þá kvíslaðist nokkuð þarna svo hafði líka eitthvað að segja. Eftir að við vorum komnir yfir Krossá þá lá leið okkar beint inn í Slyppugil. Við fórum svo alveg inn að höfðanum sem Krossá rann nú fyrir svo ekki var hægt að komast lengra akandi. Það var því ekkert annað að gera í stöðunni nema ganga síðasta spölinn okkur til heilsubótar og gleði. Með í för var að sjálfsögðu bjór enda fátt eins viðeigandi eins og drekka bjór inn í (Blaut)Bolagili. (Blaut)Bolagil tók vel á móti okkur enda erum við eins og gamlir vinir. Það sem við rákum augun fyrst í var að rústirnir af bálkestinum frá síðustu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð voru ennþá á eyrunum. Krossá hefur ekki ennþá skolað honum í burtu. Það eina sem er að til þess að halda varðeld aftur á sama stað þarf að vaða því Krossá rennur þar sem bílastæðið var í fyrra. Þetta hefur nú áður gerst svo maður örvæntir ekki svo líka að Krossá getur breytt sér. Það fyrsta sem Magnús Blöndahl gerði var að merkja steininn góða og gerði kappinn það með að leggja jarðsprengjubelti í kringum hann. Með þessum varnaðaraðgerðum er hann að vonast til þess að síður slasa sig um ,,helgina´´. Næst var að skoða tjaldsvæðið. Bekkurinn góði var á sínum stað frá því í fyrra og bíður þess bara að við komum og tjöldum í kringum hann þann 4.júlí komandi. Næst var að tilla sér á bekkinn og bragða á bjórnum um leið og við virtum fyrir okkur aðstæður og umhverfið í kringum okkur. Sem er magnað. Að lokum þá hengdum við upp auglýsingar á nokkur tré þar sem við auglýstum blautbolakeppni og eftir keppendum kvennkyns á aldrinum 18-22 ára. Eftir þetta fóru menn að gera sig klára til heimferðar samt var eitt eftir og það var að gera verkfræðilegaúttekt á kamrinum. Fór undirritaður í það verk. Það verður að segjast að kamarinn í (Blaut)Bolagili hefur sjaldan eða aldrei eins vel út. Engar flugur, engin lykt svo hann var ekki nærri því eins hvetjandi og oft áður það er bara vonandi að hann haldist svona til 4.júlí og fram að 6.júlí. Sem sagt þá lítur (Blaut)Bolagil vel út og hefur komið vel undan vétri (ef vétur skyldi kalla) það verður bara gaman og tóm hamingja sem kemur til með að ráða þarna ríkjum í sól og blíðu dagana 4-6.júlí n.k. Eftir þessa úttekt var haldið í Willy og haldið sem leið lá heim sem stuttri viðkomu á Hvolsvelli til að dæla lofti í dekkinn. Við vorum svo komnir í bæinn rúmlega 21. og þá okkur til leiði búnir að missa af Gísla Fliss í sjónvarpinu. Þar með lauk páskaferð jeppadeildar V.Í.N. sem endaði sem undirbúnings og eftirlitsferð sjálfskipaðar miðstjórnar skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar V.Í.N.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!