Að gefnu tilefni vill undirbúningsnemd eftirlitsdeilar benda fólki á að í dag eru 77.dagar í Helgina þ.e. fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Eitt er víst að það styttist í Helgina með hverjum degi. Eitthvað sem engin má láta framhjá sér fara. Skylduferð hvers þess sem gaman hefur af lífinu. Þess má líka geta að skráning er hafin í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkuferð 2003 eða helgina eins og gárungarnir vilja kalla hana. Að venju mun vera gist í (Blaut)Bolagili sem þarf nú varla lengur að taka fram Þetta mun vera í 73.árið sem V.Í.N. heldur innreiða sína í (Blaut)Bolagil fyrstuhelgina í júlí. Það styttist sem sagt í stórammælisferð sem mun þá verða glæsilegri enn nokkru sinni fyrr. Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar hefur ekki ennþá komið fromlega saman til fundar en það stendur til bóta. Munu birtast hér pistlar relgulega þar sem fólk verður látið vita af gangi mála.
Að öðru. Í dag eru 105 dagar þar til V.Í.N. mun mæta út á Reykjavíkurflugvöll og stíga þar upp í flugvél á leið sinni á Þjóðhátíð, sem er sú hátíð er kemst næst með hælana þar sem Helgin hefur tærnar. Að því tilefni vil nemdin benda á tvær síður sem eru þessu máli skyldar þær eru opinbera síða Þjóðhátíðar 2003 og svo Eyjasíða 2003. Þess má til gamans geta að sú síðarnefnda koma aðilar sem eru okkur V.Í.N.-liðum að nokkru kunnugir. Það eru Bjöggi, sem maður á það til að hitta heima um helgar, og svo Keflavíkur Kristján eða sá maður er Twisturinn tekur alltaf í Mullersæfingar á hverri Þjóðhátíð. Það verður líka að telja Kristjáni það til tekna að hann hefur tekið þátt í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð í (Blaut)Bolagili með V.Í.N. þar sem hann kynnist heilsubætandi Mullersæfingum. Það var frekar fyndið á síðustu Þjóðhátíð er Twisturinn tók Kristján og Blöndahlinn í Mullersæfingar við brennuna á föstudagskvöldinu. Sem er mjög gott.
Góðar Stundir
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!