laugardagur, apríl 12, 2003
Skellti mér ásamt Eyfa og Nóra á skíði í dag. Einhverja hluta vegna fór ég hangandi haus og hálfan hug af stað og gerði í raun ekki miklar væntingar til veðurs og færis. Enda var og rassinn heldur seinn úr sófanum þar sem maður taldi mun mikilvægara að verða vitni að leik Newcastle og Manchester United í enska boltanum (með ágætum voru úrslit í þeim leik, en ekki meir um það hér). Það verður að segjast að Bláfjöllin komu verulega á óvart með fínu færi og mögnuðu veðri. Snjór fimmtudagsins var enn í fjallinu og var púðrið nokkuð gott sem þýðir að við skemmtum okkur nokkuð við að offpísta (vöntun er á góðu íslensku orði fyrir að offpísta, mér datt þó orðið að púðra í hug, en finnst það þó ekki nógu lýsandi!!) Niðurstaðan er að minnsta kosti sú að dagurinn í fjallinu var frábær (góð upphitun fyrir Noregsferðina komandi miðvikudag) og ekki skemmdi fyrir að skella sér í sund á eftir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!