föstudagur, september 04, 2015

Sumarfrí 2015: Ammælisdagur



Þá var kominn þriðjudagur. Loksins enda er helgin svo lengi að líða. En alla vega þá var því bara tekið rólega um morgnuninn. Krökkunum leyft að sprikla úti og vjer hin sötruðum bara kaffi ásamt því að gjöra uppvask inní þjónustuhýsinu.

Svo var komið að því að skoða sig um. Ekki var svo sem farið langt en haldið var á Suðureyri. Þá erum við ekki að tala um Suðureyrina við Súandafjörðinn heldur þessi við Tálknafjörð. Sum sé hinum megin fjarðar er eyri sem nefnist einmitt Suðureyri og þar standa rústir af hvalveiðistöð sem ku vera víst sú fyrsta sem hvalveiðþjóðinn Ísland átti, reisti og rak. Til að komast þar að þurfti að skrölta smá vegarslóða ekkert alvarlegan en skemmtilegan engu að síður. Síðan er á Suðureyri var komið var þvi bara tekið rólega. Rústirnar skoðaðar, farið í fjöruferð, fylgst með einhverjum hvölum, vel við hæfi svona á gamali hvalstöð, síðan endað á smá neztistíma. Þegar tími var til að skrölta til baka fór Stebbalingurinn að velta því fyrir sjer að reyna redda sjer handklæði því ekkert slíkt var til í Tálknafirði til kaups amk. Í base camp var því ákeðið að skreppa í næzta sveitarfélag á meðan Hólmvaðsklanið ætlaði að skella sjer á sitjandi kæjak í tilefni ammæli Birgis Björns. Úr varð að við litla fjölskyldum tókum Magnegu Mörtu með í bíltúr yfir heiðina. Þær vinkonur skemmtu sjer konunglega yfir Línu Langsokk á leiðinni og rúllaði diskurinn amk tvisvar sinum á leiðinni. En hvað um það.

Við komum yfir á Patreksfjörð og renndum beint í nýlenduvöruverzlun þar. Kaupmaðurinn þar átti ekki handklæði en, já bíðið við, þarna inní verzluninni var kona ein sem tjáði oss það hún ætti heima hjá sjer handklæði sem hún gæti selt oss. Hún rúllaði bara heim og kom til baka með handklæði og fram fóru vöruskipti. Svo var nú ekki nóg með það heldur lét nýlendivöruverzluninn oss hafa plastskálar, því engin var djúpur diskur með í för. Já manni er oft reddað. Kunnum við öllu þessu fólki hinar beztu þakkir fyrir. En góðverkum kaupstaðarbúa var ekki lokið. Það vantaði líka eins og einn bolta í grillið og því var byggingarvöruverzlun þefuð uppi. Þar gróf kaupmaðurinn upp úr einni skúffu bolta og ró sem gat reddað málunum og þegar Litli Stebbalingurinn spurði hvað hann skuldaði fyrir þjónustuna var honum sagt ekkert og vinsamlega beðinn um að koma sjer út áður en skipt yrði um skoðun. Maður á varla til orð yfir þjónustuvilja bæjarbúa. Næzt verður tjaldað á Patreksfirði þegar sunnanverðir Vestfirðir verða teknir almennilega til skoðunnar. Þegar þessum erindum var lokið var ekkert annað að gjöra en koma oss aftur yfir á Tálknafjörð. Áður en vjer komum í þorpið sáum við Magga og co úti á pollinum að róa. Við renndum niður í fjöru til að fylgjast með þeim og auðvitað aðeins að heilza þeim.

Er komið var aftur á tjaldstæðið á Tálknafirði var skellt sjer í sundlaug bæjarins. Sæmilegasta laug þar og fyrir tjaldgezti kostaði ekkert inn. Nema fyrir okkur handhafa útilegukortsins. Þegar sundferðinni var lokið og allir orðnir hreinir og fínir fyrir ammælisveizlu kveldsins var haldið sem leið á Hopið í flatbökuveizlu.


Vilji fólk skoða myndir frá deginum má sjá þær hjer

2 ummæli:

  1. Mér fannst þetta með eindæmum fínn dagur :o) Takk fyrir að fara með Magneu í bíltúr

    Við endurtökum þetta sem fyrst :o)

    SvaraEyða
  2. Það var nú lítið. Þetta var nú ekki mikið mál. Þær vinkonur skemmtu sjer konunglega yfir Línu svo þetta var auðvelt. Gaman að geta gert vinum sínum greið svo þið gætuð gert eitthvað nýtt í tilefni dagsins hans Birgis

    SvaraEyða

Talið!