þriðjudagur, september 29, 2015

Á jaðri þess að vera...Næzt komandi messudag höfum vjer Magnús frá Þverbrekku tekið stefnuna á að fara Jaðarinn. Þar sem stóri stúfur hefur ekki enn farið þessa snilldarleið þá er ekki seinna vænna. Ekki er ennþá komin nákvæm tímasetning en óhætt að fullyrða að hún verður á sunnudag komandi. En allavega eru allir áhugasamir velkomnir með og jafnvel má búast við smá drullumalli

Kv
Hjóladeildin

2 ummæli:

 1. Hljómar vel, mæli með fyrr en seinna. Td kl 08 eða 09

  Kveðja
  Maggi

  SvaraEyða
 2. Magnús frá Þverbrekku kemst víst ekki fyrr en á hádegi á messudag. Þar sem það var eiginlega búið að lofa honum að fara þá held jeg að málið sé að fara þegar kauði er laus

  Kv
  Stebbi

  SvaraEyða

Talið!