mánudagur, september 28, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 4



Já, helgin er svo lengi að líða. Hversu lengi má ég bíða...fram á þriðjudagskvöld.
Að vissu byrjaði dagurinn á morgni en ekki kveldi. Svona snemma dags var því bara tekið rólega til að byrja með. Síðan var haldið í næzta sveitafélag fyrir sunnan þ.e niður í Hrafnagil og kíkt í heimsókn í jólahúsið. Líkt og áður var bætt aðeins í jólaskrautssafnið og teknar myndir allt voðalega venjubundið eitthvað. Svo á heimleiðinni kom upp sú skyndihugdetta að koma við í Fnjóskadal og rúlla yfir Vaðlaheiðina í leiðinni. Það var skemmtileg tilbreytni að keyra yfir Vaðlaheiðina um komin upp hugmynd með hjólaleið einn daginn. En hvað um það. Við komum svo niður hjá gangnaframkvæmdunum austanmegin og hvergi var Stebbi Geir sjáanlegur. En á bakaleiðinni var bara farið yfir Víkurskarð. Þegar í Tröllagilið var komið aftur fóru þær mæðgur að baka snúða við mikinn fögnuð. Síðar um kveldið gjörðist Litli Stebbalingurinn ,,sjálfboðaliði" hjá Rauða krossinum er tengdaföðurinn plataði kauða til að hjálpa til við að fylla einn 40´ gám af fötum. Þar í miðjum klíðum hitti maður dreng einn fyrir, er var að losa sig við gömul föt, þar sem ákveðið var að fara að hjóla á fimmtudagskveldinu. Fleira er svo sem ekki að segja frá þessum degi

Alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!