miðvikudagur, september 09, 2015

Sumarfrí 2015: Haldið í sólinaUpp var kominn miðvikudagur og smurning um hvað gjöra skyldi. Hólmvaðsklanið hafði hug á því að fara halda heim á leið með kannski smá útúr dúr á norðanverða vestfirði. Plástradrottningin og Hvergerðingurinn höfðu haldið kveldið áður í áttina að oss. En vegna tannpínu þurftu þau frá að hverfa í Búðardal, þar sem þau giztu, en höfðu svo hug á að halda á suðurlandið.

Eftir smá fundarhöld þar sem rýnt var í veðurkort var tekin ákvörðun um að halda amk á vesturlandið og heyra þar í Plástradrottingunni og Hvergerðingnum. Því var pakkað niður og við kvöddum ferðafélagana á þessu annars prýðilega tjaldstæði þeirra Tálknfirðinga. Er vjer vorum klár til brottfarar var hafist á þvi að halda til Bíldudals. Þar var aðeins rúntað um bæinn og tankað. Síðan var bara ekið sem leið lá um firði og heiðar uns komið var í Flókalund. Þar var gjört matarstanz og teygt úr zjer. Eftir að allir voru mettir var ekkert annað í stöðunni en að aka sem leið lá um Barðaströnd sem er komin með sína annars ágætu vegi. Svo sem ekki mikið hægt að segja um þetta annað en þetta var bara þjóðvegaakstur með einhverjum 27 km ómalmikuðum kafla uns vjer komum á vesturland. Þar heyrðum vjer í Hvergerðingnum. Hann tjaði oss að þau væru komin í Brautarholt og ætluðu að vera þar. Sú ákvörðun var ekki erfið að bruna bara sem leið lá yfir Kaldadal og á Suðurlandsundirlendið. Kaldidalur var bara hinn ágætasti en gaman að því hvað mikill snjór var á svæðinu hvað hann  náði neðarlega. Venju skv var stanzað við vörðuna og bætt í hana enda í fysta sinn sem Skotta átti leið þarna um. Það var svo svona frekar seint um kveld er vjer renndum í Brautarholt og hittum á Hvergerðinginn og Plástradrottinguna ásamt foreldrum hennar.

Vjer slógum bara upp tjöldum í kring og skelltum svo á grillið enda allir orðnir frekar hungraðir eftir þennan keyrzludag.

En fyrir þá sem vilja má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!