föstudagur, september 11, 2015

Sumarfrí: Kíkt í bústaðUpp var kominn föstudagur eða eins og gárungarnir kalla hann: Flöööööskudagur.
Þannig var nú mál með ávexti að Hvergerðingurinn þurfti að fara í bæinn þar sem til stóð að steggja félaga hanz því voru kauði og stelpurnar hanz á heimleið. Danni Djús og Huldukonan ætluðu að fara í bústað í Fljótshlíðina. En við vissum bara ekkert hvað gjöra skyldi. Að vísu hafði VJ gjörst svo höfðinglegur að bjóða oss í kaffi í Úthlíð þar sem hann ásamt sínum voru á leið í bústað þar. En fyrst þurfti nú að finna sjer sitthvað til dundurs.

Þar sem komið var fram að hádegi ákvöðum við að byrja á að kíkja yfir í Reykholt og prufa þar kaffihúsið/veitingastaðinn Mika. Vjer rúlluðum þanngað og inn þar sem oss var vísað á borð ásamt matseðli. Það tók ekki langan tíma að velja af honum en humarsúpa skyldi það vera og fengum við að auku hálfan skammt fyrir Skottu. Vel er hægt að mæla með þessum stað. Fín þjónusta og afbragðs humarsúpa og ekki skemmdi fyrir að verðið var heldur ekki úti á þekju þ.e útlendingaverð.
Eftir mat var farið að velta því fyrir sjer hvar vjer ættum að skella oss í sund. Niðurstaðan var sú að fara í Hnakkaville og taka þar út framkvæmdirnar við Sundhöll Árborgar.
Jú, jú þetta er allt orðið voða nútímalegt og svona sundlaugarlegt en gamli hlutinn hafði nú meiri persónuleika yfir sjer. En þetta ágætt svo sem og vaðlaugin þarna er góð.
Eftir sundið heyrðum við í Eldri Bróðirnum og hittum hann fyrir til að oss ís. Það var farið á Huppu og skellt í sig bragðarref þar. Svo var bara haldið austur í Úthlíð.

Þar tóku VJ og HT vel á móti oss og gaman að hitta á þau. Það var að sjálfsögðu boðið upp á kaffi af íslenzkum sveitasið. Það leið svo að kveldmat og oss var boðið afnot af grillinu sem var þegið með þökkum. Svo endaði með því að þau buðust til veita okkur þak yfir höfuðið eina nótt. Sannkallaðir höfðingar heim að sækja. Slíku boði var ekki hægt að hafna og enduðum vjer því sem næturgeztir í Úthlíð. Sátum við svo frameftir nóttu að spjalla og spá í hinum ýmsu hlutum. Svo auðvitað leystum flest öll heimsins vandmál, man bara ekki nákvæmlega hvernig við ætluðum að gjöra það. En það var ógeðslega sniðugt eins og við ætluðum að gera það.

En allavega ef einhver hafi áhuga má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!