mánudagur, mars 02, 2015

EldborgarsalurinnUm þar síðustu helgi skrapp Litli Stebbalingurinn ásamt tveimur öðrum höfðingjum upp í Bláfjöll. En þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Stoney

Sá síðan Litli Kóreustrákurinn um að koma oss fram og til baka

Eins og kom fram hér að ofan var skroppið upp í Bláfjöll til að skíða en ekki var ætlunin að láta lyftur ferja sig upp heldur skyldi skinnað. Fyrir valinu var að skottast upp Eldborgargil. Á leiðinni urðum oss vitni af snjófljóði falla og var í fyrsta skipti sem allir af oss sá slíkt náttúrufyrirbæri gjörast.

Er við komum á staðinn voru skinnunum skellt undir og síðan bara arkað af stað og fórum við bara upp með toglyftunni. Alls staðar í kringum oss sáum við ummerki eftir snjófljóð og greinilegt að aðstæður voru þarna ekkert alltof tryggar en upp á topp fórum vér og síðan niður aftur en ekki sömu leið.
Það er óhætt að mæla með þessu, tekur stuttan tíma og maður fær fína brekku, enda er þetta eitt skemmtilegasta svæðið í Bláfjöllum. Er rennsli var lokið var jafnvel pælingin að kæta aðeins en Stoney var með slík verkfæri með sér. En vindur var helst til mikill til slíkra athafna amk fyrir viðvaninga eins og sá sem þetta ritar. Var því bara ekið aftur í kaupstaðinn en engu að síður fín dagur og alltaf gaman að komast aðeins út

Fyrir þá sem nenna má skoða myndir frá deginum hjer

Kv
Skíðadeildin

1 ummæli:

Talið!