föstudagur, febrúar 27, 2015

Landmannalaugar



Dagana 6-8.febrúar s.l fór FBSR í sína næztum því árlegulegu Landmannalaugaferð þar sem fararskjótarnir voru gönguskíði, jeppar og vélsleðar. Í þessari ferð voru nokkrir gildir limir í V.Í.N. og svo fullt af góðkunningjum. Bara gaman að því. Þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Maggi á móti
Eldri Bróðirinn
Bergmann

voru þetta gildu limirnir en síðan voru líka góðkunningjar:

Brekku Billi
Matti Skratti
Arnaldur Diablo
Halli Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni og þar sem öllu máli skiptir að lúkka vel á fjöllum
Steinar
Eyþór
Sleða Stebbi
Biggi sá er kom með í fyrstu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð fyrir bráðum 20 árum síðan

Nú menn völdu sér misjafna fararskjóta:

Stebbi Twist-Salomon XADV 69 (já, takk) GRIP
Steinar- Ficsher E99 Crown
Matti Skratti- Ficsher E99 Crown
Arnaldur Diablo- Ficsher E99 Crown
Eyþór-Karhu
Birgir- Ficsher E99 Crown

voru allir á gönguskíðum

Maggi á móti á FBSR5
Eldri Bróðirinn á Lágfeta
Brekku-Billi á Lágfeta
Halli Kristins með ykkur á bylgjunni á FBSR5

voru sum sé á jeppum

Bergmann á Ski do
Sleða Stebbi á skemmtaranum

Þ.e vélsleða.

Ferðin byrjaði á flöskudegi þar sem sagnaritari hafði snúist í marga hringi með það hvort maður ætti að druslast með púlku eður ei. Á endanum var það Steinar sem sannfærði Litla Stebblinginn um að hafa með púlku, enda um að gjöra að nota þetta dót sem er til. En alla vega það var svo stigið upp í langferðabíl frá Gvendi Jónasarsyni og ekið sem leið lá að beygjunni, ef það segir einhverjum eitthvað. Þar stigu þau út sem ætluðu á prikum inneftir. Þar gekk á með hríðjum en sem betur fer var kári kallinn í bakið og að auki var eðal skíða og púlkufæri. En eftir c.a 5 km göngu var kominn tími að reisa tjöld og koma sér í svefninn.
Af jeppum og sleðum er það að frétta að þeim gekk sæmilega innúr og voru að koma í skála einhvern tími milli 02-03 um nóttina.
Steinar hafði verið svo hjartgóður að skjóta skjólshúsi yfir Stebbalinginn sem var einn og yfirgefinn eftir að Maggi Móses hætti við að fara á skíðum og flúði yfir í jeppa. En alla þá var sá sem þetta ritar loks svo frægur að gista í Hillebergtjaldi.

Laugardagurinn rann svo upp og nú skiptist hópurinn upp í tvennt. Þ.e B1 fór sína leið og B2 fór svo aðra leið og fór Twisturinn með þeim síðarnefnda. Þetta svo gekk ágætlega og þrátt fyrir gil, brekkur, sneiðinga og skorninga þá gekk bara vel að skrölta þetta allt saman með púlkuna í eftirdrægi. Enda íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.
Við Löðmundarvatn var svo tekinn hádegismatur og þar var kallað til sleðamann sem komu skömmu síðar til heilza upp á oss. Bergmann gaf okkur svo grafið hreindýrainnralæri að smakka. Nammi, namm. Sleða-Stebbi tók svo nafna sinn í smá prúfurunt á turboskemmtaranum. Vá, því líka orkan í einu tæki og ekki mikið vandamál að fjósa upp brekkur á þessu tæki. En hvað um það.
Ferðin hélt svo áfram en við vorum ekki komin í skála fyrir en eftir myrkur og þá bólaði ekkert á Beinum. En Maggi Brabra og Eldri Bróðirinn tóku á móti oss. En þeir höfðu ásamt Halla Kristins, sem er með ykkur á Bylgjunni, verið að fjallaskíðast um daginn á fjöllunum í kring. Það er vel.
Svo leið að því að bílarnir kæmu og þá með nokkra úr Beinum en líka með kjetið og töskuna með aukafötunum. Mikið var nú ljúft að komast í þurr fött, nýja sokka og síðast en ekki síst í Tevurnar.
En alla vega nú tók við eldamennska en að vanda vorum við með jöklalamb ala Matti Skratti. Var það étið af beztu lyzt. Svo eftir mat var kominn tími á laugarferð og auðvitað um leið umferð í heimsbikarmótinu í sprettlellahlaupi. Þar bar Eldri Bróðirinn sigur úr bítum. Svo er komið var úr lauginni var bara skriðið í koju enda flestir lúnir eftir daginn.

Messudagur rann svo upp og arkað var af stað í áttina að Sigöldu. Í fyrstu voru við með vindinn í bakið en svo þegar kom að jarðfallininu og restina var vindurinn svo skáhallt í bakið. En heimferðin gekk alveg ágætlega en auðvitað eins og gengur og gjörist í svona ferðum var fólk misjafnlega á sig komið. Sumir fóru hraðar yfir en aðrir, á nokkra vantaði hælana, veikindi, meiðsli og fleira, En það vildi svo ekki betur til að í einni brekkunni, frekar sakleysisleg, datt einn nillinn og snéri sig illa á hné. Honum var bara skellt á púlkuna hjá Stebbalingnum og arkað með hann ca 50m að hópnum. En það tók í og var erfitt að koma honum af stað þarna en það hafðist. Honum var svo skömmu síðar komið fyrir í einum af Hrælúxum sveitarinnar. Ferðin gekk svo bara áfram og við göngubrekkuna var hádegismatur og þar fékk maður kaffi ala Arnaldur, bezta fjallakaffi í veröldinni. Svo var gaman að sjá fólk slysast niður Sigöldbrekkuna.
En þrátt fyrir skítaspá þessa helgi þá vorum við bara heppin með veður ekki virtist þessi spá alveg ganga eftir. Það einmitt passaði að þegar við komum að rútunni þá kom skítaveður en eiginlega bara á bezta tíma

En sé einhver áhugi fyrir hendi má skoða myndir frá helginni hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!