sunnudagur, mars 22, 2015

Þar sem hjól og snjór mætastEins og var staðfest hér í gær var ákveðið að hjólheztast um Heiðmörk í dag.
Það voru 4 hjólakappar sem hittust hjá Magga á móti í Norðlingaholti og rúmlega 10:30 á messudagsmorgni var lagt í´ann með stefnuna á Heiðmörk.
Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Cube LTD SL
Eldri Bróðirinn á Wheeler Pro 69
Maggi Móses á Gary Fisher Cobia
Bubbi Flubbi á Specialized Awol

Sum sé við hittumst heima hjá Magga og heldum þar sem leið lá í bakgarðinn hjá kauða þ.e Heiðmörk. Við byrjuðum á því að hjóla stíginn þarna en það var eiginlega ekki alveg að gjöra sig. Bæði snjór og drulla gjörðu oss lífið leitt. Við fórum því bara yfir á veginn og tókum smá hring á honum. Fengum þar bæði skafla og drullu, þó ekki eins mikla og brúðkaupsveizluhjólatúrnum í fyrra sumar. En alla vega þá var þetta amk hinn allra fínasti hjólheztatúr og allir bara vel sáttir er við reyndum aftur í Hólmvaðið þar sem við smúlluðum fákana áður en menn heldur aftur hver sína leið heim.

En það þarf varla að koma nokkrum á óvart að myndvél var með í för og sé nenna hjá lesendum má skoða myndir frá förinni hjer


Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!