laugardagur, mars 21, 2015

Vor í loftiSvona í tilefni þess að dagurinn sé orðinn lengri en nóttin. Reyndar skelfileg tíðindi fyrir okkur B-fólkið en hvað um það. Þar sem sumarið er bara rétt handan við hornið enda rétt rúmlega mánuður í Sumardaginn frysta og vonandi Snæfellsjökulsferð þá er vel við hæfi að draga hjólheztafáka gildra lima út úr hjólageymzlum landsins og skella sér í stutta messudagsreið.
Litli Stebbalingurinn og Maggi Móses heldu stuttan símafund rétt í þessu og ákváðu þar að viðra hjólhezta sína á morgun, messudag, og kanna aðeins Heiðmörkina.
Stefnan er að yfirgefa Norðlingaholtið á bilinu frá ca 10:03 til ca 10:27. Auðvitað allir áhugasamir velkomnir með

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!