þriðjudagur, maí 06, 2014
Vorskíðun
Frá því að við litla fjölskyldan á H38 heyrðum fyrst af þeim áfromum Hlíðfjellinga að hafa sólarhringsopnun í Hlíðarfjalli fyrstuhelgina í maí og skella síðan í lás var það að gerjast með okkur að skella sér norður og taka þar skíðun. Það var svo á flöskudagsmorgninum sem endanlega var kýlt á það að bruna norður og skíða. Skíðabogunum skellt á toppinn á Polly, degi eftir að sumardekkin fóru undir og rennt við í sérvöruverzlun ríkzins og þá allt klárt.
Við rúlluðum svo í Agureyrishkauptún upp úr miðnætti aðfararnótt laugardags og vorum kominn upp í fjall rúmlega 0100, verzlaður þá dagspassi sem gildir einmitt í einn dag eða 24 klst. Stvo var bara farið að renna sér. Fáir voru í fjallinu og nýtust því ferðirnar vel þrátt fyrir harðfenni. Við vorum svo alveg til 0400 um nóttina en aldrei náði að verða almennilega dimmt og tekið að birta. Þarna var skemmtileg stemning í brekkunum afslöppuð og góð. Helsta vandamálið var að maður vissi ekki hvenær maður ætti að byrja hita upp fyrir aprés ski þar sem það var langt í lokun. En hvað sem því leið þá smakkaðist bjórinn óvenjuvel þarna uppfrá þessa nóttina
Við komum svo aftur í brekkurnar milli 1300 og 1400 á laugardeginum í brakandi þurrki og höfuðborgarsól. Þá var skíðað til ca 1700, með bjórpásum inná milli, en er við vorum að fara birtist Skotta og tókum við hana aðeins á snjóþotu. Leyfðum henni líka að prufa Töfrateppið enda ekki veitir af að venja hana við ef hún á að byrja að skíða næzta vetur. Eftir að hafa endurnært sig af íslenskum landbúnaðarvörum elduðum á innfluttu gasgrilli var ekkert til fyrirstöðu að koma sér aftur upp í fjall og vera alveg til lokunnar eða miðnættis. En var þetta prýðilegasta skíðakveld og skemmtilegt að vera svona á vorkveldi og sjá sólroðann á himninum þegar maður sötraði sinn Pale Ale þarna. Skíðatímabilinu lauk svo á miðnætti með lítilli flugeldasýningu. Engin Þjóðhátíð þar en skemmtilegt engu að síður. Þá var bara eftir að renna sér niður á Skíðahótel og segja þetta gott þennan veturinn fyrir utan fjallskíðin vonandi.
En loka niðurstaðan er eftir þetta að ef þetta verður aftur næzta ár, sem þeir lofa, þá mæli ég með því að skíðadeild V.Í.N. reyni og stefni á það að fjölmenna norður yfir heiðar þessa lokahelgi á næzta ári. Svona fyrst Telemarkhelgin virðist verða deyja út hjá okkur V.Í.N.-liðum.
Svo á messudag var tekinn túrhezturinn á þetta og ma kíkt aðeins í Jólahúsið og bætt á skrautið fyrir næztu jól. Svo eftir pönnukökukaffi var bara farið að huga að suðurferð sem gekk vel fyrir sig enda allt autt og bjart frameftir nóttu.
Minni bara á að stefna á fjölmenni að ári
Svo að lokum má skoða myndir frá helginni hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!