miðvikudagur, maí 14, 2014

Nítjándi í skráningu 2014

Þá er maímánuður næztum því hálfnaður og er það vel. Manni sýnist sem svo að sumarið sé svona rétt handan við hornið með sól í heiði og blóm í haga. En er amk kominn tími fyrir fólk að fara huga að útilegukittinu sínu, viðra tjaldið, prufa grillið og svo bara koma sér úr bænum og hefja útilegusumarið.
Talandi um útilegusumarið þá styttist á hverjum degi í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð árið 2014 sem er auðvitað hápunktur hvers útilegusumars eins og allir vita. En nóg komið að einhverri tölu og vindum okkur bara beint í listann góða þessa vikuna.


Sumarstrumpar:

Krunka
Skotta Twist
Stebbi Twist
Eldri Bróðirinn
Brekku-Billi


Ökutækin:

Willy
Litli Kóreustrákurinn
Willhjálmur


Þetta er bara komið nóg í þessari viku og þanngað til næzt

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!