Nú um síðustu helgi voru þrír gildir limir innan V.Í.N. sem heldu norður yfir heiðar nánar til Agureyrish. Þar var ætlunin að skíða og hitta fólk þar sem telemarkafestivalið var tímasett þessa sömu helgi.
Óhætt er að segja að þetta hafi ekki verið ferð til fjárs. Þegar risið var úr rekkju á laugardagsmorgni og horft upp til fjalla sá maður að þar var ekki mikið um skyggni. Það staðfeztu svo vefmyndavélar. Því var ákveðið að bíða ca fram að hádegi og taka stöðuna þá. Ástandið var þá lítið skárra en engu að síður var ákveðið að kíka uppeftir. En þá var bara verið að loka búllunni og því sjálfhætt við að renna sér amk þann daginn.
Á messudag var bara einfaldlega lokað. Sömuleiðis var Öxnadalsheiðin lokuð en hún opnaði nú fljótlega. En svo sem ekkert markvert gjörðist þann dag. Ekki var þetta alveg bezta Agureyrishferðin hingaði til en fall er fararheill.
Ekki voru teknar það mikið af myndum að það taki því að skella þeim á netið auk þess myndi engin hafa gaman að einhverjum barnamyndum.
Þetta allt saman táknar bara eitt. V.Í.N. mætir aftur að ári og þá verðum við margefld.
Kv
Skíðadeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!