sunnudagur, mars 02, 2014

Ég fer í fríið



Eins og hefur áður komið fram hér á lýðnetinu hefur Litli Stebbalingurinn varpað þeirri hugmynd fram og stundið upp á að V.Í.N.-liðar haldi saman í sumarreisu. Svona ekki ósvipað og var gjört á því herrans ári 2007. Nú þarf hr.Twist að skila inn ósk um sumarleyfi fyrir 10.marz og þar sem utan að komandi aðili út í bæ er búinn að ákveða að taka sér frí í júlí þá kemur maður til með að sækja um á þeim tíma. Upp er komin sú hugmynd að halda í reisu eftitr helgina sem 19.júlí ber upp á en auðvitað ekkert ákveðið um neitt né hvert. Gaman væri bara að vita hvort einhverjir séu heitir fyrir slíku eða bara hvort hver og einn endi í sínu horni.

Kv
Orlofsnemdin

6 ummæli:

  1. Þetta er sami tími og Hólmvaðsfjölskyldan, hafði hugsað sér til hreyfings. Hvert mjög óákveðið.

    SvaraEyða
  2. Væri þá ekki upplagt að Twistklanið og Hólmvaðsfjölskyldan sameini strandhögg sín og stefni saman á sumartúr. Óþarfi að negla neitt niður strax en kannski hafa 2-3 mjög svo gróf plön og sjá svo hvað veðurspámenn ríkzins hafa um málið að segja þegar nær dregur

    Kv
    Stebbi Twist

    SvaraEyða
  3. Þetta fer að hljóma eins og Plan, við vorum aðeins að gæla við Norðurhluta vestfjarða, Ísafjörð og allt þar í kring.

    SvaraEyða
  4. Maggi, skrifar undir þetta.

    SvaraEyða
  5. Allt opið. Eins kom að þá er kannski málið að hafa 2-3 mjög gróf ferðaplön. Ve(r)stfirðir koma vel til greina. Svo er bara að halda áfram að plana í huganum og svo fundum við með hækkandi sól

    SvaraEyða
  6. Ef af ve(r)sturför verður er kannski spurning um að hafa hjólheztana með í för. Væri kjörið að hjóla vesturgötu

    SvaraEyða

Talið!