laugardagur, mars 31, 2012
Undirbúningur
Skv þessari frétt á visir.is ætti fólki að vera orðið óhætt að fara að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð inní Bása
föstudagur, mars 30, 2012
Næztu dagar
Var bara að spá og pæla hvort einhverjir gildir limir þarna úti séu farnir að hugsa um helgina sem er að bresta á. Amk langar undirrituðum í eitthvað smá action en þar sem Litli Stebbalingurinn er svo heppinn að eiga kveldvaktir þessa helgina er öruggara fyrir hann að halda sig innan hæfilegrar fjárlægðar frá borg óttans. Skíði nú eða hólarölt myndi henta. En sjáum hvað gerist og ef einhverjir hafa hugmyndir eða áætlarnir þá endilega segja frá þeim í skilaboðaskjóðunni hér að neðan
miðvikudagur, mars 28, 2012
Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:13
Það er svo að nú hittir á sjálfa óhappatöluna 13 (og er líka prímtala, sem er magnað) en við látum það ekkert á okkur fá og höldum að sjálfsögðu ótrauð áfram upphituninni. Þetta eru líka önnur tímamót því hér eftir verður farið að halla í rétta átt að Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2012 og er það vel. Ætli það sé ekki bara kominn tími á að hella sér í listann góða.
Mannverur:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Bílverur:
Willy
Gullvagninn
Kemur sjálfsagt engum á óvart, amk þeim sem lesa þessa síðu reglulega og skoða skilaboðaskjóðuna, að engin nýr einstaklingur hefur bæst í hópinn. En það eru all nokkrar vikur til að bæta úr því
Kv
Skráningardeildin
Mannverur:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Bílverur:
Willy
Gullvagninn
Kemur sjálfsagt engum á óvart, amk þeim sem lesa þessa síðu reglulega og skoða skilaboðaskjóðuna, að engin nýr einstaklingur hefur bæst í hópinn. En það eru all nokkrar vikur til að bæta úr því
Kv
Skráningardeildin
sunnudagur, mars 25, 2012
Nýju föt keisarans
Já komið öll sæl og blessuð
Í nýjustu V.Í.N.-ferðinni sem farin var í höfuðstað norðurlands um síðustu helgi kom upp sú umræða um hvort ekki væri kominn tími á nýjar V.Í.N.-peysur. Bæði eru margar af þessum gömlu orðnar slitnar sem og nýir limir hafa bæst í hópinn frá síðustu kaupum.
Það kom sú hugmynd að slá til með þessar peysur frá Cintamani, sem eru bæði til í karla- og kvennasniði. Skv einhverjum heimildum gætum við fengið 35% afslátt af útsöluverðinu og svo myndi auðvitað merking bætast við.
Nú ætlar tízkuráð bara að starta umræðunni og fá að heyra álit þjóðarinnar á þessu máli, hvort fólk sé til í þetta eða barasta ekki, eða hafi hugmyndir um annað eða aðrar peysur. Nú er bara um gjöra að vera ófeimin við að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan
Kv
Tízkuráð
Í nýjustu V.Í.N.-ferðinni sem farin var í höfuðstað norðurlands um síðustu helgi kom upp sú umræða um hvort ekki væri kominn tími á nýjar V.Í.N.-peysur. Bæði eru margar af þessum gömlu orðnar slitnar sem og nýir limir hafa bæst í hópinn frá síðustu kaupum.
Það kom sú hugmynd að slá til með þessar peysur frá Cintamani, sem eru bæði til í karla- og kvennasniði. Skv einhverjum heimildum gætum við fengið 35% afslátt af útsöluverðinu og svo myndi auðvitað merking bætast við.
Nú ætlar tízkuráð bara að starta umræðunni og fá að heyra álit þjóðarinnar á þessu máli, hvort fólk sé til í þetta eða barasta ekki, eða hafi hugmyndir um annað eða aðrar peysur. Nú er bara um gjöra að vera ófeimin við að tjá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan
Kv
Tízkuráð
miðvikudagur, mars 21, 2012
Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:12
Jæja þá er komið að enn einni upptalningunni sem upphitun fyrir Helgina. Þar sem nú er daginn tekið að lengja og stutt í páska er kannski spurning að fara að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð innúr. En það er eitthvað sem hægt er að sofa á, nú skulum við koma okkur að listanum góða
Fólk:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Bílar:
Willy
Gullvagninn
Já það styttist betur heldur með hverri vikunni og er það vel. Svo er bara að vona að ekkert eldgos skemmi fyrir okkur en eitt sem víst er að það verður farið í undirbúnings-og eftirlitsferð Jónsmessuhelgina með rölti yfir 5vörðuháls
Kv
Skráningardeildin
Fólk:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Bílar:
Willy
Gullvagninn
Já það styttist betur heldur með hverri vikunni og er það vel. Svo er bara að vona að ekkert eldgos skemmi fyrir okkur en eitt sem víst er að það verður farið í undirbúnings-og eftirlitsferð Jónsmessuhelgina með rölti yfir 5vörðuháls
Kv
Skráningardeildin
mánudagur, mars 19, 2012
Á skíðum...
Nú um síðustu helgi var hið árlega Telemarkfestival haldið í Hlíðarfjalli. Líkt og von er þá fór V.Í.N. líka í sína árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish. Því miður var nú heldur fámennt þetta árið en á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Krunka
Plástradrottningin
Hvergerðingurinn
Maggi á móti
Elín Rita
Svo fyldu með tvo varahjól
Síðan er gaman að segja frá því að á svæðinu voru líka:
Gvandala Gústala
Oddný
og dætur
í samfloti með
Jökla Jolla
Auði
Úlfari Jökli
Óli Kalmann.
Það var skíðað eins lög gera ráð fyrir fös, laug og sun. Held að maður geti sagt með þokkalegri góðri samvizku að færið hefur sjaldan verið eins gott eins og á messudag ekki skemmdi svo veðrið fyrir. En það var svo sem ekkert að færinu heldur á laugardag nema skyggni var ansi takmarkað.
Svo var skemmtilegt að taka Apres Ski uppí Strýtuskála og renna sér niður á Skíðahótel beint á lokahofið. Þar sem V.Í.N. tók verðlaun fyrir bezta búning einstaklings. Þá hefur V.Í.N. náð að hirða amk ein verðlaun síðustu þrjú árin. Það er vel
En höfum þetta ekki lengra og látum myndir tala sínu máli hér
Kv
Skíðadeildin
miðvikudagur, mars 14, 2012
Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:11
Þá er komið að skammti vikunnar:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Willy
Gullvagninn
Þar hafið þið það
Kv
Skráningardeildin
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Willy
Gullvagninn
Þar hafið þið það
Kv
Skráningardeildin
mánudagur, mars 12, 2012
Snjóhús og leitaræfing

Nú um síðustu helgi hélt Litli Stebbalingurinn með núbba úr FBSR upp í Bláfjöll. Þar sem ætlunin var að grafa snjóhús síðan sofa í því og hafa síðan snjóflóðapælingar á laugardeginum svona áður en halda skyldi heim á ný. Með í för voru tveir gildir limir V.Í.N. en það voru:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Þrátt fyrir að þetta hafi bara verið upp í Bláfjöll þá tókst okkur að rata í smá ævintýri á leiðinni með að festa rútuna á Bláfjallavegi. En með samstilltu átaki hafðist að losa hana. Svo var skundað upp í Eldborgargil og grafið þar snjóhýsi til að gista í. Skemmst er frá því að segja að maður átti ansi náðuga nokkra tíma í svefni þar. Á laugardagsmorguninn fór í að grafa snjóflóðaprófíla og æfa sig í að gjöra samþjöppunarpróf. Eftir hádegismat, þegar logið var komið á ágætis hreyfingu og snjókoman búin að breytast í slyddu og síðan rigningu, var haldið til móts við langferðabílinn til að halda heim á leið.
Messudagurinn fór svo í leitaræfingu og pælingar. Fyrir þá sem hafa áhuga má skoða myndir frá helginni hér
miðvikudagur, mars 07, 2012
Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðalistinr:10
Jæja gott fólk nú er miðvika og slíkt þýðir bara eitt. Já, þið vitið hvað og hér kemur það.
Persónur:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Leikendur:
Willy
Gullvagninn
Já, allt að gerast greinilega því tvær sálir hafa bæst í hópinn og er það vel. Svo nú bíðum við bara spennt hvað gerist á næztu vikum
Kv
Skráningardeildin
Persónur:
Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn
Krunka
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Danni Djús
Billi
Plástradrottingin
Hvergerðingurinn
Leikendur:
Willy
Gullvagninn
Já, allt að gerast greinilega því tvær sálir hafa bæst í hópinn og er það vel. Svo nú bíðum við bara spennt hvað gerist á næztu vikum
Kv
Skráningardeildin
þriðjudagur, mars 06, 2012
Skíðað í Skálafelli: Part 2
Eins og sjá má í tilkynningu hér í þarnæztu færzlu fyrir neðan var ætlunin að hita upp fyrir Agureyrish um síðustu helgi og það helst í Skálafelli. Eins og áður hefur verið sagt frá þá tókst það á laugardeginum og nú skal tilkynna að það hafðist líka á messudag. Það í Skálafelli líka. Aðeins fjölmennara var á messudag og einkar ánægjulegt að sjá fulltrúa yngri kynslóðar skíðadeildar í Fellinu. En þau sem létu sjá sig voru:
Stebbi Twist
Krunkhildur
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi á móti
Elín
Andrés Þór
Birgir Björn.
Hetja dagsins var svo Maggi Brabra fyrir að draga Eldri Bróðurinn að landi eftir að kauði hafði skítið hressilega í rjómann með að gleyma gaskútnum sem við komust það þegar átti að hefja grill. En engu að síður eiga báðir ofangreindir aðilar þakkir skildar fyrir grill og að redda gasinu. En höfum þetta ekki lengra í bili og bendum bara á myndir hér
Kv
Skíðadeildin
mánudagur, mars 05, 2012
Skíðað í Skálafelli: Part 1
Eins og sjá má hér á færslunni fyrir neðan þá var ætlunin að hefja upphitun fyrir skíða-og menningarferð til Agureyrish nú um rétt liðna helgi. Eftir smá vangaveltur var kýlt á að skella sér í Skálafell á laugardag og voru það fjórar manneskjur sem skunduðu upp í Mosfellsdal til þess að ástunda skíðamennsku. En það voru:
Stebbi Twist
Krunka
VJ
Eldri Bróðurinn
Þetta var sérdeilis aldeilis prýðilegt en undanbrautarfæri var frekar hart. Krunka æfði sig aðeins í Þelamerkursveiflunni og þegar matarhlé var þá var grillið tekið fram og skella á grindina pullum og samlokum. En allavega ef fólk hefur áhuga þá má skoða myndir frá laugardeginum hér
Kv
Skíðadeildin
fimmtudagur, mars 01, 2012
Upphitun um helgina?

Rétt eins og glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á þá er ekki nema hálfur mánuður eða 14.dagar sem gera tvær vikur í hina árlegu skíða-og menningarferð til Agureyrish. Nú spyr maður; er ekki kominn tími á smá upphitun svo fólk komi nú ekki til með að líta út fyrir að vera meira fífl en venjulega. Reyndar er ekkert hægt að gera fyrir þá sem verða á telemarkskíðum því þeir líta alltaf út fyrir að vera fífl. Í bezta falli asnalegir. En hvað um það.
Skíðdeildin fékk þá flugu í höfuðið að reyna smala fólki í fjöllin um komandi helgi í hitting og skíðun. Hvort sem það er Bláfjöll eða Skálafell nema hvort tveggja verði. Kannski væri svo ekki vitlaust að grípa eins og eitt grill með og brúka það til upphitunnar á sunnlenskum pulsumNú væri gaman að fá smá álit þjóðarinnar um hvort það hafi áhuga á slíku og þá hvorn daginn, báða dagana eða hvot það vilji heldur Bláfjöll eða Skálafell. Koma svo og tjá sig. Skiptir þá engu hvort það er boðun eða afboðun
Kv
Skíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)