fimmtudagur, mars 24, 2011

Sá síðasti og þetta hafðist



Þann 26.feb síðast liðin var haldið á síðasta tindinn í 35.tinda verkefninu. Upphaflega ætlunin var að skunda á Norðursúlu en vegna lélegs skyggnis og mikils élagangs var ákveðið að bíða með Botnsúlur til betri tíma og haldið þess í stað austur á veg og tölt á Miðfell fyrir ofan Úthlíð. Lágt fell og löðurmannlegt en það fullnægði öllum settum skilyrðum. En skemmst er frá því að segja að allir toppuðu og fengu skúffuköku í verðlaun. En þrímennt var á toppnum og það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Mæja Jæja

Eins og áður sagði náðu allir settu takmarki og fengu ekkert útsýni í verðlaun en bara köku. En aðalmálið var samt það að Litla Stebbalingnum tókst að ná settu marki og það vel innan tímamarka. Svo er spurning hvað verður næzt en allt slíkt er óákveðið. Allaveg myndir eru hérna

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!