mánudagur, febrúar 02, 2009

Snjóhús og ísaxarbremsa



Rétt eins og fyrir hálfum mánuði síðan þá fór bara 2/3 hluti af vitringunum þremur í Flubbaferð sem að þessu sinni samanstóð af fjallamennsku og snjóflóðanámskeiði. Það þarf vart að koma á óvart að það var haldið í Tindfjöllum. Sem var svo sem ágætt.
Eftir að hafa sporrennt einum KFC í Hnakkaville var gengið sem leið lá úr botni Fljótshlíðar og upp í Tindfjallasel. Er þar var komið var langt liðið á nóttina svo ekki þótti ráð að fara grafa snjóhús. Þess í stað var gist í gamla skálanum fyrri nóttina en í stað fengum við að reisa skjólvegg í skafrenningunum með sumir mokuðu úr skálanaum.
Á laugardeginum var skipt upp í hópa þar sem annar hópurinn fór í ísaxarbremsu og fleira í kringum vetrarfjallamennsku á meðan hinn hópurinn var í snjóflóðaleit og æfingum með snjóflóðastöng ásamt því að grafa helling. Er tók að kvelda var hafist handa við snjóhúsagerð. Var það bara stuð þó svo misjafnlega hafi gengið. Ekki er vitað betur en flestir hafi átt góða nótt hver í sínu snjóskýli. Enda veðurblíðan slík og þá sérstaklega á laugardeginum.
Eftir messu, sem var ekki af verri endanum enda klerkur með oss, morgunmat og mullersæfingar heldu hóparnir áfram æfingum. Síðan var bara rölt niður í rútu og það æft að ganga í línu á niðurleiðinni. Allir eins og leikskólakrakkar í bandi á leið í field trip. Ekki veitti af enda gerði snjókomu á okkur og ekki á annað að treysta á annað en áttavitann. Síðan var komið við í Pizzagallery á Hvolsvelli og flestir fóru mettir heim og sáttir eftir góða helgi
Fyrir þá sem hafa áhuga og hafa ekki en skoðað myndir frá helginni þá má nálgast þær hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!