mánudagur, febrúar 09, 2009
Af tjellingabrekku
Já, sumarbústaðadeildin blés til sóknar um síðustu helgi og hélt í útrás, þar sem VJ og Helga gengu í málið og redduðu slotti. Stefnan var tekin í Brekkuskóg á kunnulegar slóðir eða í Kvennabrekku. Þar átti fólk náðuga helgi með spilum, bjór, gönguferð, bíltúr, pottalegu og góðum mat. Þeir sem saman voru komnin þar á flöskudagskvelinu voru
VJ
Helga T
Kaffi
Danni Litli
Jarlaskáldið
Heiður
Adólf
Stebbi
Krunka (sem komu seint og um síðir aðfararnótt laugardags)
Alda þurfti svo að yfirgefa samkvæmið eftir síðbúinn brunch á laugardag en hinir heldu í bíltúr á Flúðir með viðkomu í Brúarhlöðum. Síðan var tölt á Miðfell og einu fjalli úr bókinni safnað í safnið. Þegar komið var til baka hófst eldun á kveldverði. Fljótlega bættist síðan í hópinn en þar voru á ferðinni
Eldri Bróðurinn
Yngri Bróðurinn
Erna
Eftir dýrindis kveldverð var fór allt fram skv venju og óþarfi að útlista það.
Á messudag kom í ljós að ekki viðraði til skíðamennsku í Bláfjöllum. Eftir þrif og allt það var lengri leiðin tekin heim með viðkomu í Skálafelli. Þar var margt um manninn en ekkert var að vísu úr skíðaiðkun þann daginn.
Engu að síður var þetta sérdeilis aldeilsi prýðisferð þar sem allt heppnaðist vel og eiga allir sem komu við sögu þakkir skildar.
En það eru líka komnar inn myndir á alnetið og má skoða þær hér.
Kv
Orlofshúsadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!