fimmtudagur, febrúar 19, 2009
Dettandi á gönguskíðum
Þá er loks búið að prufa ferðamáta að ferðast um á tunnustöfum eða eins og sumir kjósa að kalla það, gönguskíði. Það voru sem sagt nillar hjá FBSR sem lögðu af stað í leiðangur síðasta flöskudagskveld og ekki var stefnan tekin á verri stað. Ætlunin var að fara í Landmannalaugar, taka þar eina umferð í heimsbikarmóti í sprettlellahlaupi. Þarf vart að koma á óvart að það voru tjöld með í för og síðan gistu allir í tjaldi upp á hálendi ef undanskildar eru prinsessurnar tvær sem voru á Pjattrollunum okkur vesalingunum til halds og trausts. Líkt og í síðustu tveimur ferðum var aðeins 2/3 hlutar þremenninganna þriggja á ferðinni. Að þessu sinni var Skáldinu skipt inn á fyrir VJ, sem fór ekki vegna heilzubrests.
Leiðin sem valin var á laugardeginum lá um Dómadalinn og sögðu gárungarnir það vera Dómsdagsleið. Aðfararnótt laugardags var gist í skafli rétt við veginn. Skemmst er frá því að segja að allir skiluðu sér inn í Laugar fyrir rest. Þar var tjaldað og slegið upp fjallaeldhúsi. Það verður að teljast viss vonbrigði hve fáir tóku síðan þátt í umferðinni i heimsbikarmótinu en keppendur voru aðeins tveir að þessu sinni og var olympíuandinn allsráðandi þar. Lauginn var með allra bezta móti og náðu þeir sem í laugina fóru mestu strengjum úr sér. Ekki veitti af fyrir átök sunnudagsins.
Á sunnudeginum var gengið áleiðis til Sigöldu og gekk sú för sæmilega hratt fyrir sig enda með kára í bakið. Síðan við Sigöldu ferjuðu jepparnir fólk niður í Hrauneyjar þar sem rútan beið okkar. Það voru síðan þreyttar sálir sem voru í langferðabílnum á heimleiðinni.
Nenni fólk að skoða myndir þá voru teknar nokkrar um helgina. Hér má sjá afrakstur Skáldsins og frá Litla Stebbalingnum má skoða myndir hérna
Kv
Nýliðarnir síkátu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!