laugardagur, febrúar 21, 2009

Leikið sér á laugardegi



Þvo svo að veðurguðirnir hafi ekki verið í skapi í dag þá blés engu að síður Eldri Bróðurinn til léttrar hjólaferðar í hádeginu. Það voru svo þrír sem mættir voru voru niður í Flubbahús upp úr hádeginu en það voru

Stebbi Twist
Yngri Bróðurinn
á Gary Fisher

Eldri Bróðurinn
á Giant

Tekinn var léttur hringur út á Nes og til baka þar sem endað var í gufu. Ekki veitti af að endurheimta hita í kroppa.

Síðan hittust nokkrir nillar niðri Klifurhúsi til að leika sér. Þar hittust

Stebbi Twist
Eyþór
VJ
Helga T
Hudson

Þar voru nokkrar leiðir teknar með misjöfnum árangri eins og gengur og gerist en það er bara að halda áfram að mæta og æfa sig. Klára nokkrar leiðir sem ekki náðust að klára í dag.
Langi fólki að sjá hvernig dagurinn gekk fyrir sig má skoða það hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!