föstudagur, janúar 04, 2008

Gleðilegt rottuár



Já, það er víst komið nýtt ár, til hamingju með það, ágætu VÍN-verjar nær og fjær.

Talandi um VÍN-verja fjær er ekki úr vegi að nefna þá sem fögnuðu nýárinu suður í Alpafjöllunum, nánar tiltekið í St. Anton. Er það þriggja manna hópursem þar hefur spókað sig undanfarna daga að sögn við prýðilegar aðstæður ásamt hópi læknanema enda þykir ekki óhætt orðið að senda VÍN-verja af stað út í heim án þess að læknateymi fylgi með. Jarlaskáldið hefur fengið reglulegar fréttir af þessum landvinningum og er það helst að frétta að frk. Dýrleif mun hafa tekið það stóra skref að fara niður svarta brekku nýverið og hlotið verðskuldaða aðdáun nærstaddra. Hún mun þó hafa verið síðust í sleðakappleik, en það er víst ekki á allt kosið.

Höfum þetta ekki lengra í bili, meira síðar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!