mánudagur, mars 27, 2006

Ch-ch-changes

Jæja, bleikt er út...

Endilega látið vita hvað ykkur finnst, hvað má betur fara og svo videre. Eða bara verið með nöldur eins og venjulega.

Uppfært: Smellti inn VÍN-lógóinu hérna til hliðar, og fór einhverjar fjallabaksleiðir til þess. Það er sosum ýmislegt annað sem væri hægt að breyta til betri vegar, breyta litum og fontum og stækka og breikka, en það er meira en Jarlaskáldið litla þykist kunna. Raunar þykir því stórmerkilegt að því hafi þó tekist að koma síðunni í þetta horf. Þannig að ef einhver vill breyta og bæta og þykist hafa snefil af kunnáttu til þess, er þeim hinum sama meira en velkomið að taka við kyndlinum. Annars er hætta á því að Jarlaskáldið fari að fikta meira og það gæti endað með ósköpum...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!