Skíða- og menningaferð
Já það er sko farið að halla í rétta átt, ekki bara að hinni margrómuðu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð heldur einnig að hinni mögnuðu skíða- og menningaferð Vínverja til Agureyrish. Þetta árið verður haldið norður helgina 16 - 19 mars. Þar sem við viljum ómögulega vera á götunni hef ég gengið frá leigu á einu stykki íbúð. Að vanda er þessi íbúð við Furulund en mikill kostur við þessar íbúðir er hversu létt er að koma sér inn lyklalaus ef menn eru rétt vaxnir.
Þar sem fólk er farið að dreifa sér um allan bæ í þessum ferðum okkar væri ágætt að fá að vita hverjir ætla að fá gistingu í Furulundi svo hægt sé að panta aðra íbúð ef þarf. Því eins og við öll vitum eru þessar ferðir alveg óhemju vinsælar.
Með skíða-(vonandi) og menninga(ójá)kveðjum
Alda
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!