Undirbúningsfundur
Undirbúningsfundur fyrir Le G.B verður haldinn þann 27.09.2005 (á morgun) kl 21:00.
Nákvæmari staðsetning auglýst á morgun.
Undirbúningsnefndin
mánudagur, september 26, 2005
Fleirri fréttir af fjöllum.
Ég kíkti á langjökul í gær og er komið mikið af snjó á jökulinn og búið að snjóa í flestar sprungur. Þetta var svona "púður" snjór og færi ekki vont, en ekki gott. Það var ekkert skyggni á jöklinum og var því bara farið í 1200m hæð.
Það var alveg brillínat sleða færi á jöklinum.
Kaldidalur .. fullt af snjó.
Við skulum vona að þetta haldist eitthvað.
Kv
Ég kíkti á langjökul í gær og er komið mikið af snjó á jökulinn og búið að snjóa í flestar sprungur. Þetta var svona "púður" snjór og færi ekki vont, en ekki gott. Það var ekkert skyggni á jöklinum og var því bara farið í 1200m hæð.
Það var alveg brillínat sleða færi á jöklinum.
Kaldidalur .. fullt af snjó.
Við skulum vona að þetta haldist eitthvað.
Kv
laugardagur, september 24, 2005
Fréttir af fjöllum
Jarlaskáldið var rétt í þessu að hafa samband við fréttadeildina. En hann er staddur í jeppaferð með Halla Kristins, sem er með ykkur hérna á Bylgjunni, norðan jökla. Hann tjáði mér, og svekkti mann um leið, að sól og blíða væri þarna hjá þeim. Púður og skemmtilegheit. Hann reyndi að telja okkur trú um það að þeir hafi náð 70.km.klst hraða á sléttu einni. Þar sem um sólóvél er að ræða telst þetta ólíktlegt.
En smá ferðasaga þá kom liðið í skálann í Nýja-Dal rétt fyrir kl. 23:00 í gærkveldi og voru þá í einhverjum 8.psi en búnir að keyra mestan hluta í 12psi. Maður sem hleypir úr niður í 11.psi á leið í Þórsmörk. Amk þegar bjórkassinn er í aftursætinu.
Það var svo haldið áfram í morgun með stefnuna á Dreka. Skáldið var svo að opna sinn fyrsta bjór. Ágætis framistaða það. Spurning hvort hann þurfi að þiggja Marshalaðstoð? Eða jafnvel breytist í hnakka? Fylgist með.
Kv
Fréttadeildin
Jarlaskáldið var rétt í þessu að hafa samband við fréttadeildina. En hann er staddur í jeppaferð með Halla Kristins, sem er með ykkur hérna á Bylgjunni, norðan jökla. Hann tjáði mér, og svekkti mann um leið, að sól og blíða væri þarna hjá þeim. Púður og skemmtilegheit. Hann reyndi að telja okkur trú um það að þeir hafi náð 70.km.klst hraða á sléttu einni. Þar sem um sólóvél er að ræða telst þetta ólíktlegt.
En smá ferðasaga þá kom liðið í skálann í Nýja-Dal rétt fyrir kl. 23:00 í gærkveldi og voru þá í einhverjum 8.psi en búnir að keyra mestan hluta í 12psi. Maður sem hleypir úr niður í 11.psi á leið í Þórsmörk. Amk þegar bjórkassinn er í aftursætinu.
Það var svo haldið áfram í morgun með stefnuna á Dreka. Skáldið var svo að opna sinn fyrsta bjór. Ágætis framistaða það. Spurning hvort hann þurfi að þiggja Marshalaðstoð? Eða jafnvel breytist í hnakka? Fylgist með.
Kv
Fréttadeildin
föstudagur, september 23, 2005
Boðflennur á biðilsbrókum
Nú þurfa allir að skella sér í kvikmyndahús um helgina. Það er skyldumæting á þessa mynd. Epískt meistarastykki sem á eftir að raka til sín Óskarsverðlaunum!
Nú þurfa allir að skella sér í kvikmyndahús um helgina. Það er skyldumæting á þessa mynd. Epískt meistarastykki sem á eftir að raka til sín Óskarsverðlaunum!
fimmtudagur, september 22, 2005
Ekki vann maður í 7 tinda keppninni. Gengur bara betur næst.
En stemmningin fyrir Le.GB er gríðarleg.
Heyrst hefur að menn og konur hafi farið í magastækkarnir og þarmalengingar til að vera sem best undirbúin fyrir matarveisluna.
Kv
En stemmningin fyrir Le.GB er gríðarleg.
Heyrst hefur að menn og konur hafi farið í magastækkarnir og þarmalengingar til að vera sem best undirbúin fyrir matarveisluna.
Kv
þriðjudagur, september 20, 2005
Le G.B
Jæja, gott fólk! Rétt eins og alþjóð ætti að verða orðið kunnugt þá stefnir V.Í.N. að halda sína árlega Matarveizluna miklu helgina 7-9.okt. Að þessu sinni á aðeins að bregða út af vananum og ekki varð sumarbústaður fyrir valinu, heldur verður að þessu sinni eldað á Hveravöllum. Jú, rétt er það. Halda skal Le. G.B á fjöllum að þessu sinni. Sem er vel. Ætti að vera vel við hæfa að snæða sælkera mat á söguslóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu. Kannski að málið sé að ræna vænum sauð á leiðinni og sjóða væna flís af feitum sauð í einum af hverunum sem þarna eru. Hvað um það.
Þarna uppfrá er sitthvað til dundurs að gera og mun jeppadeildin vera í þungum þönkum í sambandi við jeppó á laugardeginum. Sitthvað spennandi þar í gangi.
Manneldisráð hefur að vísu ekki komið saman ennþá. Heyrst hefur að manneldisráð taki öllum hugmyndum um snæðing fagnandi.
Íþróttadeildin er líka að fulla að skipuleggja fyrstu umferðina heimsbikarmóti V.Í.N. í stuttsprellahlaupi. Svo nóg er að gerast í sambandi við veizluna miklu og klukkan er. Að lokum má ekki gleyma að minnast á framhaldsnámskeið hjá Skáldinu í danzmenntum. Það verður mjög áhugavert að taka þátt. Forvitnilegt verður að sjá hvort einhverjir forvitnir einstaklingar mæti til framhaldsnámskeiðahalds.
Þar sem það styttist með hverjum deginum í gleði þessa og lokafrestur til greiðslu er 30.09. n.k væri gaman að sjá einhvern mætingarlista. Þar sem undirbúningsnemd eftirlitsdeildar hefur nú ekki fengið opinberan lista í hendurnar væri vel þegið ef fólk myndi tjá sig í þar tilgerðu athugasemdakerfi, hér fyrir neðan, ef það ætlar með, hefur áhuga að koma, er að hugsa um að koma með eða ætlar bara að hanga heima með öræfaótta. Allt er vel þegið. Er þetta æskilegt svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir í sambandi við mat og far uppeftir.
Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar
Jæja, gott fólk! Rétt eins og alþjóð ætti að verða orðið kunnugt þá stefnir V.Í.N. að halda sína árlega Matarveizluna miklu helgina 7-9.okt. Að þessu sinni á aðeins að bregða út af vananum og ekki varð sumarbústaður fyrir valinu, heldur verður að þessu sinni eldað á Hveravöllum. Jú, rétt er það. Halda skal Le. G.B á fjöllum að þessu sinni. Sem er vel. Ætti að vera vel við hæfa að snæða sælkera mat á söguslóðum Fjalla-Eyvindar og Höllu. Kannski að málið sé að ræna vænum sauð á leiðinni og sjóða væna flís af feitum sauð í einum af hverunum sem þarna eru. Hvað um það.
Þarna uppfrá er sitthvað til dundurs að gera og mun jeppadeildin vera í þungum þönkum í sambandi við jeppó á laugardeginum. Sitthvað spennandi þar í gangi.
Manneldisráð hefur að vísu ekki komið saman ennþá. Heyrst hefur að manneldisráð taki öllum hugmyndum um snæðing fagnandi.
Íþróttadeildin er líka að fulla að skipuleggja fyrstu umferðina heimsbikarmóti V.Í.N. í stuttsprellahlaupi. Svo nóg er að gerast í sambandi við veizluna miklu og klukkan er. Að lokum má ekki gleyma að minnast á framhaldsnámskeið hjá Skáldinu í danzmenntum. Það verður mjög áhugavert að taka þátt. Forvitnilegt verður að sjá hvort einhverjir forvitnir einstaklingar mæti til framhaldsnámskeiðahalds.
Þar sem það styttist með hverjum deginum í gleði þessa og lokafrestur til greiðslu er 30.09. n.k væri gaman að sjá einhvern mætingarlista. Þar sem undirbúningsnemd eftirlitsdeildar hefur nú ekki fengið opinberan lista í hendurnar væri vel þegið ef fólk myndi tjá sig í þar tilgerðu athugasemdakerfi, hér fyrir neðan, ef það ætlar með, hefur áhuga að koma, er að hugsa um að koma með eða ætlar bara að hanga heima með öræfaótta. Allt er vel þegið. Er þetta æskilegt svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir í sambandi við mat og far uppeftir.
Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar
mánudagur, september 12, 2005
Réttir 2005
Jamms.
Landbúnaðarnemd V.Í.N. skellti sér í réttir nú um nýliðna helgi. Jú, mikið rétt er að fé var dregið í dilka laugardaginn 10.sept. sl. Rétt er það.
Skáldið og Adólf lögðu af stað austur um kaffimál á flöskudeginum og þegar sagnaritarinn heyrði af því að líklega myndu ferðafélagarnir koma til með að vera í leit af týndum Frakka á laugardeginum voru þau á Lilla stödd á KFC í Hnakkaville að snæðingi. Svo ekki var um það að fá far hjá þeim. Það kom svo að því að Frakkinn fannst og í kjölfarið á því var ákveðið að leggja í´ann 07:00 á laugardagsmorgninum og mæta bara beint í réttirnir. Þótti VJ þetta heldur ókristnilegur tími til brottferða og afboði komu sína.
Minna varð svo um svefn aðfararnótt laugardags því það seinkaði háttatímanum hjá litla Stebbalingnum að vinstra afturhjólið sleit sambandi sínu við Willy á flöskudagskveldið.
Alltof snemma vaknaði maður á laugardagsmorgninum. Eftir staðgóðan morgunmat, sem snæddur var yfir Simpsons, morgunmessu og Mullersæfingar taldi maður sig vera tilbúinn í nokkra klst akstur austur á Klaustur.
Það var svo rétt rúmlega 07:00 sem maður heyrði í diesel-drunum úr Lata-Krúser. Var þar Haffi kominn í Grafarvoginn til sækja lítinn og skíthræddann Stebbaling.
Í Lata-Krúsir voru nýjustu vinir okkar, Hrafnhildur og síðan bættist Stebbalingurinn í hópinn og var fararskjótinn okkar, fyrr nefndur Lati-Krúser. Það var því lítill og skíthræddur Stebbalingur sem steig upp í Lata-Krúser. Ekki nóg með að maður sæi fram á að eyða næstu klst í kolaeldavél af Togaogýta-gerð heldur að auki kæmi maður til með að sitja við hliðina á ógnandi kvenmanni alla leiðina.
Stutt stanz var gert á Lélegt sem aðalega var notað til kaupa á kaffidrykkjum . Þar komst Hrafnhildur að því að hún væri í krummasokk. Ekki gott það. Þetta var líka svo snemma morguns og fólk var með þvílíku óraði að sumir höfðu gleymt áfenginu sínu. Skotist var upp í Breiðholt eftir brennivíninu. Það var svo rétt fyrir 07:30 yfirgáfum við loks bæjarmörkin. Ferðin austur gekk ágætlega þrátt fyrir rok og rigningu. Fyrsti bjórinn var opnaður kl:08:08 ekki svo löngu síðar, á söguslóðum lessumyndbandsins, var búið að aflífa þann fyrsta. Í Vík var gerður stuttur stanz þar sem fengið var morgunkaffi hjá afa Hrafnhildar. Eftir kaffið fékk Lati-Krúser sinn ólyktandi grút að drekka. Rétt eftir Vík var öl nr:2 opnaður.Ekki veitti svo af því maður þurfti að drekka í sig kjark. Það reyndist svo enginn bíll vera yfirgefin út í kanti á Mýrdalssandi. Nokkur vonbrigði það.
Við komum svo í réttirnar 10:11:14. Var þá fólk að fá sér kaffi og með því. Þegar Skáldið sá hvað undirritaður var með í hendi hafði það ekki samvizku í að láta mann drekka einan og sótti sér því einn með hraði. Hafist var svo handa við að koma sér í viðeigandi fatnað. Til gamans má geta þess að pollabrækurnar sem sagnaritarinn íklæddist þarna hafa farið á 11.Þjóðhátíðir. Ekki amalegt það. Núna byrjaði fjörið. Við drógum þarna fé í dilka sem óðir menn væru ásamt því að fá sér brjóstbirtu og svala sér niður á eins og einum köldum hressandi fullorðins svaladrykk öðru hverju. Var þetta alveg heljar mikið fjör allt saman. Svo kom að því að engar voru rollurnar eftir í almenningnum. Þá bara eitt eftir sem er að reka féið heim á bæ. Næstu fjórir tímar fóru í að koma rollunum heim í Þykkvabæ. Ýmist var maður á tveimur jafnljótum að reka áfram rollur eða bara um borð í Lata og þá með Stubbastuðið í botni. Höfðum við þrír gaman af. Þarna á leiðinni voru nokkrir sögustaðir skoðaðir og sagðar sögður. Annað sem þarna gerðist á leið okkar yfir með féið var annað hvort siðlaust eða það varðaði landslög.
Er í Þykkvabæ var komið fengum við ljúffenga kjétsúpu, alls ekki síðri en sú er snædd var þann 17.ágúst 2002 í Grand Turismo. En það er nú önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Eftir að hafa fengið snædd ljúfu kjétsúpu var maður til í meira rollustand og ekki þurfti maður að bíða lengi eftir að komast í rolluslag. Næst á dagskrá var að skilja að fjölskyldur og ákveða hverjar fara á grillið í einhverri jeepaferðinni í vetur. Gaman að því. Rollur voru dregnar í dilka ásamt að svo reka þær úti í einhvern haga. Fór þar Skáldið á kostum í umferðastjórn rolla. Svo þar á hæð einni stóð svo glæsilegur Willy´s CJ5 ca árg.63. Stór glæsilegt landbúnaðurJeepi. Skiptir ekki öllu. Eftir þennan rekstur var málið að plotta hvernig best væri að haga málum. Niðurstaðan var sú að fá Lilla lánaðan og fara á honum ásamt Lata á Klaustur.
Er á Klaustur var komið var kominn tími á þjóðvegaborgara. Einu fjölskyldutilboði, mínus tómatar á einn, var slátrað í þjóðvegasjoppunni. Næst var að koma upp tjaldbúðum á tjaldsvæðinu sem saman stóð af einu tjaldi og einum jeppa. Þar fékk líka Stebbalingurinn næturgest í tjaldið. Eftir sturtu og aðrar snyrtingar var haldið aftur niður í Landbrot. Nú var tekið almennilega á hlutunum. Aðeins var kíkt á Team America. Okkar hafði verið boðið í teiti í húsaþyrpingunni á Klaustri. Kom það undirrituðum hvað þarna leyndust mörg hús. Þess verður að geta að Skáldið fann sig aftur og lagði sig í eins og klst. Vakanaði svo ferskur og tók að stunda danzmenntir af miklum moð, við mikla lukku viðstaddra. Þarna var drukkið bjór og alls konar vín í gallonavís. Skundað var á brúsaball þar sem reiddar voru fram litlar 2500 ísl.kr í aðgangseyrir. E-ð komst svo óminnisnegrinn til sagnarítarns. Eitt er þó í fersku minni að það var flakkað á milli félagsheimilsins og Systrakaffi og annað er líka í fersku minni en það að sjálfsögðu danzmenntir Jarlaskáldsins. Ekki annað hægt en að muna. Það var svo um nóttina sem danziballinu lauk og fljótlega eftir það var skundað upp á tjaldsvæði í samfloti með tjaldnautinum. Í nesti á leiðinni var mér gefin einn bjór, aldrei slæmt að fá svona öl rétt fyrir svefninn. Þetta er eitthvað sem fleiri fulltrúar hreingerningardeildarinnar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Rúmlega á hádegi var svo loks vaknað. Mikið var heitt og súrefnislaust inní tjaldinu. Eftir að risið upp var náð í morgunmat og neitaði tjaldfélagi minn boði mínu um morgunmat í rúmið. Skil þetta ekki, búinn að hafa yfir því að útbúa morgunmat og svo boði manns bara neitað. Ekki laust við að maður sé örlítið sár. Eitthvað fór í að rifja upp gærkveldið og hafði Edda verið svo hugulsöm að taka bjórbakpokann minn með sér svo ekki þurfti maður að hafa áhyggjur af því. Við kíkjum svo aðeins í Þykkvabæ til að kasta kveðju á fólkið svo rétt áður haldi átti aftur í borg óttans. Ákveðið var svo að fara í sund í Vík. Líkt og morguninn áður var engan yfirgefin bíl að sjá úti vegakanti á Myrdalssandi. Í Vík er svo fínasta sundlaug og fær hún alveg 3.sundkúta af 5. Í pottinum var tekin sú pólitíska ákvörðun að éta á stað einum í Hnakkaville sem mætur er og góður. Tel ég óþarft að nefna hann á nafn. En verðlaun eru í boði fyrir þann sem getur rétt. Eftir að hafa lokið laugun var aðeins slegið á hungrið með ís og poppi, en þetta var aðeins til að æsa upp í manni hungrið. Nóg um það. Ferðin í Hnakkaville gekk fyrir sig og lítið eitt merkilegt gerðist á ferð okkar. E.t.v. hafði neysla kaldra hressandi fullorðins svaladrykkja kveldið áður með það að gera. Samt ekki viss. Matsölustaðurinn í Hnakkaville klikkaði ekki, frekar en fyrri daginn svo sem. Þaðan fóru allir mettir og sumir með kaffi í hendi. Lati fékk svo að drekka svona áður en haldið var á heiðina. Stebbalingnum var svo skilað í Grafarvoginn svona þokkalega heilum og höldnum bæði á sál og líkama þrátt fyrir að aðeins bæri á harðsperrum.
Er það mál manna í Landbúnaðarnemd að þessi helgi hafi verið fjandi skemmtileg allt að því bara silld. Aftur að ári? Já, það held ég barasta. Svona ef bændur og búalið vilja fá okkur aftur.
Að lokum vill skýrsluhöfundur þakka samferðafólki sínu sem og öllum þeim sem það hitti fyrir frábæra helgi. Takk fyrir mig
Kv
Landbúnaðarnemdin
Jamms.
Landbúnaðarnemd V.Í.N. skellti sér í réttir nú um nýliðna helgi. Jú, mikið rétt er að fé var dregið í dilka laugardaginn 10.sept. sl. Rétt er það.
Skáldið og Adólf lögðu af stað austur um kaffimál á flöskudeginum og þegar sagnaritarinn heyrði af því að líklega myndu ferðafélagarnir koma til með að vera í leit af týndum Frakka á laugardeginum voru þau á Lilla stödd á KFC í Hnakkaville að snæðingi. Svo ekki var um það að fá far hjá þeim. Það kom svo að því að Frakkinn fannst og í kjölfarið á því var ákveðið að leggja í´ann 07:00 á laugardagsmorgninum og mæta bara beint í réttirnir. Þótti VJ þetta heldur ókristnilegur tími til brottferða og afboði komu sína.
Minna varð svo um svefn aðfararnótt laugardags því það seinkaði háttatímanum hjá litla Stebbalingnum að vinstra afturhjólið sleit sambandi sínu við Willy á flöskudagskveldið.
Alltof snemma vaknaði maður á laugardagsmorgninum. Eftir staðgóðan morgunmat, sem snæddur var yfir Simpsons, morgunmessu og Mullersæfingar taldi maður sig vera tilbúinn í nokkra klst akstur austur á Klaustur.
Það var svo rétt rúmlega 07:00 sem maður heyrði í diesel-drunum úr Lata-Krúser. Var þar Haffi kominn í Grafarvoginn til sækja lítinn og skíthræddann Stebbaling.
Í Lata-Krúsir voru nýjustu vinir okkar, Hrafnhildur og síðan bættist Stebbalingurinn í hópinn og var fararskjótinn okkar, fyrr nefndur Lati-Krúser. Það var því lítill og skíthræddur Stebbalingur sem steig upp í Lata-Krúser. Ekki nóg með að maður sæi fram á að eyða næstu klst í kolaeldavél af Togaogýta-gerð heldur að auki kæmi maður til með að sitja við hliðina á ógnandi kvenmanni alla leiðina.
Stutt stanz var gert á Lélegt sem aðalega var notað til kaupa á kaffidrykkjum . Þar komst Hrafnhildur að því að hún væri í krummasokk. Ekki gott það. Þetta var líka svo snemma morguns og fólk var með þvílíku óraði að sumir höfðu gleymt áfenginu sínu. Skotist var upp í Breiðholt eftir brennivíninu. Það var svo rétt fyrir 07:30 yfirgáfum við loks bæjarmörkin. Ferðin austur gekk ágætlega þrátt fyrir rok og rigningu. Fyrsti bjórinn var opnaður kl:08:08 ekki svo löngu síðar, á söguslóðum lessumyndbandsins, var búið að aflífa þann fyrsta. Í Vík var gerður stuttur stanz þar sem fengið var morgunkaffi hjá afa Hrafnhildar. Eftir kaffið fékk Lati-Krúser sinn ólyktandi grút að drekka. Rétt eftir Vík var öl nr:2 opnaður.Ekki veitti svo af því maður þurfti að drekka í sig kjark. Það reyndist svo enginn bíll vera yfirgefin út í kanti á Mýrdalssandi. Nokkur vonbrigði það.
Við komum svo í réttirnar 10:11:14. Var þá fólk að fá sér kaffi og með því. Þegar Skáldið sá hvað undirritaður var með í hendi hafði það ekki samvizku í að láta mann drekka einan og sótti sér því einn með hraði. Hafist var svo handa við að koma sér í viðeigandi fatnað. Til gamans má geta þess að pollabrækurnar sem sagnaritarinn íklæddist þarna hafa farið á 11.Þjóðhátíðir. Ekki amalegt það. Núna byrjaði fjörið. Við drógum þarna fé í dilka sem óðir menn væru ásamt því að fá sér brjóstbirtu og svala sér niður á eins og einum köldum hressandi fullorðins svaladrykk öðru hverju. Var þetta alveg heljar mikið fjör allt saman. Svo kom að því að engar voru rollurnar eftir í almenningnum. Þá bara eitt eftir sem er að reka féið heim á bæ. Næstu fjórir tímar fóru í að koma rollunum heim í Þykkvabæ. Ýmist var maður á tveimur jafnljótum að reka áfram rollur eða bara um borð í Lata og þá með Stubbastuðið í botni. Höfðum við þrír gaman af. Þarna á leiðinni voru nokkrir sögustaðir skoðaðir og sagðar sögður. Annað sem þarna gerðist á leið okkar yfir með féið var annað hvort siðlaust eða það varðaði landslög.
Er í Þykkvabæ var komið fengum við ljúffenga kjétsúpu, alls ekki síðri en sú er snædd var þann 17.ágúst 2002 í Grand Turismo. En það er nú önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Eftir að hafa fengið snædd ljúfu kjétsúpu var maður til í meira rollustand og ekki þurfti maður að bíða lengi eftir að komast í rolluslag. Næst á dagskrá var að skilja að fjölskyldur og ákveða hverjar fara á grillið í einhverri jeepaferðinni í vetur. Gaman að því. Rollur voru dregnar í dilka ásamt að svo reka þær úti í einhvern haga. Fór þar Skáldið á kostum í umferðastjórn rolla. Svo þar á hæð einni stóð svo glæsilegur Willy´s CJ5 ca árg.63. Stór glæsilegt landbúnaðurJeepi. Skiptir ekki öllu. Eftir þennan rekstur var málið að plotta hvernig best væri að haga málum. Niðurstaðan var sú að fá Lilla lánaðan og fara á honum ásamt Lata á Klaustur.
Er á Klaustur var komið var kominn tími á þjóðvegaborgara. Einu fjölskyldutilboði, mínus tómatar á einn, var slátrað í þjóðvegasjoppunni. Næst var að koma upp tjaldbúðum á tjaldsvæðinu sem saman stóð af einu tjaldi og einum jeppa. Þar fékk líka Stebbalingurinn næturgest í tjaldið. Eftir sturtu og aðrar snyrtingar var haldið aftur niður í Landbrot. Nú var tekið almennilega á hlutunum. Aðeins var kíkt á Team America. Okkar hafði verið boðið í teiti í húsaþyrpingunni á Klaustri. Kom það undirrituðum hvað þarna leyndust mörg hús. Þess verður að geta að Skáldið fann sig aftur og lagði sig í eins og klst. Vakanaði svo ferskur og tók að stunda danzmenntir af miklum moð, við mikla lukku viðstaddra. Þarna var drukkið bjór og alls konar vín í gallonavís. Skundað var á brúsaball þar sem reiddar voru fram litlar 2500 ísl.kr í aðgangseyrir. E-ð komst svo óminnisnegrinn til sagnarítarns. Eitt er þó í fersku minni að það var flakkað á milli félagsheimilsins og Systrakaffi og annað er líka í fersku minni en það að sjálfsögðu danzmenntir Jarlaskáldsins. Ekki annað hægt en að muna. Það var svo um nóttina sem danziballinu lauk og fljótlega eftir það var skundað upp á tjaldsvæði í samfloti með tjaldnautinum. Í nesti á leiðinni var mér gefin einn bjór, aldrei slæmt að fá svona öl rétt fyrir svefninn. Þetta er eitthvað sem fleiri fulltrúar hreingerningardeildarinnar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Rúmlega á hádegi var svo loks vaknað. Mikið var heitt og súrefnislaust inní tjaldinu. Eftir að risið upp var náð í morgunmat og neitaði tjaldfélagi minn boði mínu um morgunmat í rúmið. Skil þetta ekki, búinn að hafa yfir því að útbúa morgunmat og svo boði manns bara neitað. Ekki laust við að maður sé örlítið sár. Eitthvað fór í að rifja upp gærkveldið og hafði Edda verið svo hugulsöm að taka bjórbakpokann minn með sér svo ekki þurfti maður að hafa áhyggjur af því. Við kíkjum svo aðeins í Þykkvabæ til að kasta kveðju á fólkið svo rétt áður haldi átti aftur í borg óttans. Ákveðið var svo að fara í sund í Vík. Líkt og morguninn áður var engan yfirgefin bíl að sjá úti vegakanti á Myrdalssandi. Í Vík er svo fínasta sundlaug og fær hún alveg 3.sundkúta af 5. Í pottinum var tekin sú pólitíska ákvörðun að éta á stað einum í Hnakkaville sem mætur er og góður. Tel ég óþarft að nefna hann á nafn. En verðlaun eru í boði fyrir þann sem getur rétt. Eftir að hafa lokið laugun var aðeins slegið á hungrið með ís og poppi, en þetta var aðeins til að æsa upp í manni hungrið. Nóg um það. Ferðin í Hnakkaville gekk fyrir sig og lítið eitt merkilegt gerðist á ferð okkar. E.t.v. hafði neysla kaldra hressandi fullorðins svaladrykkja kveldið áður með það að gera. Samt ekki viss. Matsölustaðurinn í Hnakkaville klikkaði ekki, frekar en fyrri daginn svo sem. Þaðan fóru allir mettir og sumir með kaffi í hendi. Lati fékk svo að drekka svona áður en haldið var á heiðina. Stebbalingnum var svo skilað í Grafarvoginn svona þokkalega heilum og höldnum bæði á sál og líkama þrátt fyrir að aðeins bæri á harðsperrum.
Er það mál manna í Landbúnaðarnemd að þessi helgi hafi verið fjandi skemmtileg allt að því bara silld. Aftur að ári? Já, það held ég barasta. Svona ef bændur og búalið vilja fá okkur aftur.
Að lokum vill skýrsluhöfundur þakka samferðafólki sínu sem og öllum þeim sem það hitti fyrir frábæra helgi. Takk fyrir mig
Kv
Landbúnaðarnemdin
fimmtudagur, september 08, 2005
Þá er húsið á HVERAVÖLLUM tilbúið og pantað fyrir Matarveisluna miklu.
Búið að er að redda því að við verðum 1 skálanum og borgum fyrir 20 manns.
Verðið er 1.600 á mann á nótt. Greiða skal fyrirfram í síðasta lagi viku fyrir komu (30.09.05). Við skulum bara leggja inn á Vín reikning.
Þá er komið að því að búa til matseðil... einhverjar hugmyndir???
Kveðja
Maggi
Búið að er að redda því að við verðum 1 skálanum og borgum fyrir 20 manns.
Verðið er 1.600 á mann á nótt. Greiða skal fyrirfram í síðasta lagi viku fyrir komu (30.09.05). Við skulum bara leggja inn á Vín reikning.
Þá er komið að því að búa til matseðil... einhverjar hugmyndir???
Kveðja
Maggi
þriðjudagur, september 06, 2005
Nr:40000
Þá er komið að því. Nú verður gaman!
Hvað verður svona gaman? kunna ýmsir að spyrja. Jú, því er auðsvarað. Nú er komin í gang hin sígildi, klassíski og síðast en alls ekki síst stór skemmtilega leik um hver verður gestur nr:40000 á hini sívinsælu V.Í.N.-síðu.
Líkt og áður hefur verið gert í álíka leik þá verða glæsilegir viningar og það í nokkrum flokkum. Engu að síður voru það veruleg vonbrigði að gestur nr:35000 skyldi ekki gefa sig fram og þ.a.l. missti viðkomandi af viningum sem afhenda átti við brennuna á Þjóðhátíð 2005. Hvað um það. Ekki svarar kostnaði að velta sér of mikið i fortíðinni heldur líta til framtíðar.
Eins og hér kom fram verða margir glæsilegir viningar. Verðlaunaafhending fer svo fram í næsta Grand Buffet. Keppt verður svo í nokkrum flokkum, líkt og áður var sagt. Eftir mikinn þrýsting frá staðalímyndunarhóp femínistafélagsins ásamt pungmeyjarhóp þess sama félags verður skipt upp í karla- og kvennaflokk. Svona til að gæta alls jafnræðis. Líka verður æsispennandi að fylgjast með sérútbúnum annars vegar og götubílaflokknum hins vegar. Nýliðaflokk og síðan verður eitthvað óvænt.
Nú bara að bíða spennt(ur) og allir að taka þátt í þessum skemmtilega leik.
Þá er komið að því. Nú verður gaman!
Hvað verður svona gaman? kunna ýmsir að spyrja. Jú, því er auðsvarað. Nú er komin í gang hin sígildi, klassíski og síðast en alls ekki síst stór skemmtilega leik um hver verður gestur nr:40000 á hini sívinsælu V.Í.N.-síðu.
Líkt og áður hefur verið gert í álíka leik þá verða glæsilegir viningar og það í nokkrum flokkum. Engu að síður voru það veruleg vonbrigði að gestur nr:35000 skyldi ekki gefa sig fram og þ.a.l. missti viðkomandi af viningum sem afhenda átti við brennuna á Þjóðhátíð 2005. Hvað um það. Ekki svarar kostnaði að velta sér of mikið i fortíðinni heldur líta til framtíðar.
Eins og hér kom fram verða margir glæsilegir viningar. Verðlaunaafhending fer svo fram í næsta Grand Buffet. Keppt verður svo í nokkrum flokkum, líkt og áður var sagt. Eftir mikinn þrýsting frá staðalímyndunarhóp femínistafélagsins ásamt pungmeyjarhóp þess sama félags verður skipt upp í karla- og kvennaflokk. Svona til að gæta alls jafnræðis. Líka verður æsispennandi að fylgjast með sérútbúnum annars vegar og götubílaflokknum hins vegar. Nýliðaflokk og síðan verður eitthvað óvænt.
Nú bara að bíða spennt(ur) og allir að taka þátt í þessum skemmtilega leik.
Það er laust helgina 7. til 9. okt á Hveravöllum. Ekkert mál að panta stóra skálann fyrir okkur. Sagði að það kostaði 1800 kall á mann fyrir nóttina. En minnst málið að fá annað verð í þetta ef við erum 15 til 20 manns. Það fer þá kannski í 1600 kall.
Er það Þórsmörk, Hveravellir eða ýtarlegri leit að sumarbústað ????
Kv
MA
Er það Þórsmörk, Hveravellir eða ýtarlegri leit að sumarbústað ????
Kv
MA
Frægð
Það er greinilegt að orðspor VÍN-verja berst víða. Jafnvel út í heim. Sjáið t.d. þetta
Ætli Stefán eigi nú frægasta rassgat Íslands?
Það er greinilegt að orðspor VÍN-verja berst víða. Jafnvel út í heim. Sjáið t.d. þetta
Ætli Stefán eigi nú frægasta rassgat Íslands?
mánudagur, september 05, 2005
Matarveizlan mikla
Góðan dag, gott fólk
Annar hlutinn af okkar nýjustu vinum sendi undirritðum SMS fyrr í dag. Innihald smáskilaboða þessa var, kappinn sá arna er búinn að heyra í Kynnisferðum í sambandi við Vestra í Húsadal, í okkar ástkæru Þórsmörk. Skáli þess er víst laus helgina 21-23.okt komandi. Verðlag er víst kr:1600 per haus.
Nú kemur upp sú smurning um hvernig fólki líst á þessar ráðagerðir? Gott væri að heyra í fólki, í þar til gerðu athugasemdakerfi hér fyrir neðan, um hvað því finnst um þessar hugmyndir. Mér skilst að það þurfi að panta sem fyrst svona ef af þessu verður. Verið nú ei feimin(n) og látið gaminn geysa.
Kv
Manneldisráð V.Í.N.
Góðan dag, gott fólk
Annar hlutinn af okkar nýjustu vinum sendi undirritðum SMS fyrr í dag. Innihald smáskilaboða þessa var, kappinn sá arna er búinn að heyra í Kynnisferðum í sambandi við Vestra í Húsadal, í okkar ástkæru Þórsmörk. Skáli þess er víst laus helgina 21-23.okt komandi. Verðlag er víst kr:1600 per haus.
Nú kemur upp sú smurning um hvernig fólki líst á þessar ráðagerðir? Gott væri að heyra í fólki, í þar til gerðu athugasemdakerfi hér fyrir neðan, um hvað því finnst um þessar hugmyndir. Mér skilst að það þurfi að panta sem fyrst svona ef af þessu verður. Verið nú ei feimin(n) og látið gaminn geysa.
Kv
Manneldisráð V.Í.N.
laugardagur, september 03, 2005
föstudagur, september 02, 2005
Hvað segja bændur og önnur hreystimenni, þurfum við ekki að fara klára þetta 7 tinda prógram hjá okkur.
Hvernig lýst mönnum á klára 1 tind á morgun laugardag og svo annan strax í næstu viku.
Því loka frestur er 15 sept.
Kv
Maggi
Hvernig lýst mönnum á klára 1 tind á morgun laugardag og svo annan strax í næstu viku.
Því loka frestur er 15 sept.
Kv
Maggi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)